Einn með gítarinn 21. desember 2006 11:00 Birgir Örn Steinarsson er hann var staddur í Barcelona á dögunum. Hann spilar í Hljómalind í kvöld. Mynd/Ricardo Gosalbo Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira