Tímaspursmál hvaða banki yrði fyrstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. desember 2006 07:30 Evrur Ekki virðast í bráð uppi ráðagerðir hjá stóru viðskiptabönkunum að færa bókhald sitt yfir í evrur líkt og Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur upplýst um að hann ætli að gera um áramót. Málið hefur þó verið rætt og er til stöðugrar endurskoðunar bæði í Landsbankanum og Glitni. Kaupþing kýs hins vegar að tjá sig ekki um málið. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, gerir ráð fyrir að Straumur-Burðarás meti stöðuna svo að breytingin auðveldi bankanum aðgang að fjárfestum eða þetta styðji við þeirra framtíðaráform. „Hjá Glitni höfum við farið þá leið til að minnka áhættuna af sveiflum í krónunni að gefa út bæði eiginfjárígildi og víkjandi lán í erlendum myntum, aðallega evrum og dollar,“ segir hann og bendir á að meirihluti rekstrarkostnaðar Glitnis sé hér á landi og ekki tímabært að færa uppgjörið í aðra mynt. „En samhliða aukinn alþjóðavæðingu hljóta svona mál alltaf að vera til skoðunar.“ Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir gott eitt að segja um ákvörðun Straums-Burðaráss. „Eins og fram kom hjá þeim stefnir félagið fyrst og fremst að þátttöku í erlendum verkefnum og erlendar eignir eru sterkur þáttur í starfsemi þeirra,“ segir hann og bætir við að ávallt verði áleitið eftir því sem tiltekin erlend mynt vegi þyngst í starfsemi fyrirtækis að gera félagið upp í henni. Hann bendir á að samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum sé við tiltekin skilyrði ekki bara heimilt heldur rétt að taka upp reikningsskil í þeirri mynt sem telst vera starfsemismynt viðkomandi fyrirtækis. Þar sé fyrst og fremst horft til samsetningar tekna og gjalda. „Þá hygg ég að þetta hafi verið nú verið rætt í stjórnum flestra fyrirtækja,“ segir Halldór, en kveður enga nýja umræðu um málið í Landsbankanum. Þá segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort uppgjör í evrum sé vænleg leið fyrir Landsbankann, enda bankinn bundinn tilkynningaskyldu varðandi slíkar ákvarðanir. Sömuleiðis segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, að þar á bæ kjósi menn að tjá sig ekki um vænleika þess að færa uppgjör fyrirtækisins yfir í evrur. „Stærstu fjármálafyrirtæki landsins hafa meirihluta sinna tekna í erlendri mynt og þess vegna mjög eðlilegt að þau skoði þessa möguleika,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. „Kannski má segja að tímaspursmál hafi verið hver yrði fyrstur til að stíga þetta skref.“ Guðjón segir ákvörðunina hins vegar liggja hjá bönkunum og vandi um að spá hvort fleiri fylgi í kjölfarið. Hann segir mestu skipta að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér sé með þeim hætti að fyrirtækin kjósi að hafa höfuðstöðvar sínar hér og greiði hér skatta og skyldur, minna máli skipti í hvaða mynt þau geri upp. „Þetta er bara þróun sem er að eiga sér stað.“ Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir Straum-Burðarás fara leið sem honum er heimil og allmörg stór og meðalstór fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum hafi þegar gert. Hann varar hins vegar við því að of víðtækjar séu dregnar af ákvörðun bankans enda „Hér er um fjárfestingabanka að ræða og áhrif þessarar ákvörðunar ráðast af því hver verði viðbrögð helstu viðskiptaaðila bankans. Ef það eru fyrirtæki sem sjálf gera upp í evru breytir þetta augljóslega litlu eða engu. Ástæðulaust er að gera of mikið úr áhrifum þessa því þetta er fjárfestingabanki sem gegnir sértæku hlutverki á markaði og þar af leiðandi ekki sambærilegur við önnur fyrirtæki sem gegna almennara og víðtækara hlutverki.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ekki virðast í bráð uppi ráðagerðir hjá stóru viðskiptabönkunum að færa bókhald sitt yfir í evrur líkt og Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur upplýst um að hann ætli að gera um áramót. Málið hefur þó verið rætt og er til stöðugrar endurskoðunar bæði í Landsbankanum og Glitni. Kaupþing kýs hins vegar að tjá sig ekki um málið. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, gerir ráð fyrir að Straumur-Burðarás meti stöðuna svo að breytingin auðveldi bankanum aðgang að fjárfestum eða þetta styðji við þeirra framtíðaráform. „Hjá Glitni höfum við farið þá leið til að minnka áhættuna af sveiflum í krónunni að gefa út bæði eiginfjárígildi og víkjandi lán í erlendum myntum, aðallega evrum og dollar,“ segir hann og bendir á að meirihluti rekstrarkostnaðar Glitnis sé hér á landi og ekki tímabært að færa uppgjörið í aðra mynt. „En samhliða aukinn alþjóðavæðingu hljóta svona mál alltaf að vera til skoðunar.“ Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir gott eitt að segja um ákvörðun Straums-Burðaráss. „Eins og fram kom hjá þeim stefnir félagið fyrst og fremst að þátttöku í erlendum verkefnum og erlendar eignir eru sterkur þáttur í starfsemi þeirra,“ segir hann og bætir við að ávallt verði áleitið eftir því sem tiltekin erlend mynt vegi þyngst í starfsemi fyrirtækis að gera félagið upp í henni. Hann bendir á að samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum sé við tiltekin skilyrði ekki bara heimilt heldur rétt að taka upp reikningsskil í þeirri mynt sem telst vera starfsemismynt viðkomandi fyrirtækis. Þar sé fyrst og fremst horft til samsetningar tekna og gjalda. „Þá hygg ég að þetta hafi verið nú verið rætt í stjórnum flestra fyrirtækja,“ segir Halldór, en kveður enga nýja umræðu um málið í Landsbankanum. Þá segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort uppgjör í evrum sé vænleg leið fyrir Landsbankann, enda bankinn bundinn tilkynningaskyldu varðandi slíkar ákvarðanir. Sömuleiðis segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, að þar á bæ kjósi menn að tjá sig ekki um vænleika þess að færa uppgjör fyrirtækisins yfir í evrur. „Stærstu fjármálafyrirtæki landsins hafa meirihluta sinna tekna í erlendri mynt og þess vegna mjög eðlilegt að þau skoði þessa möguleika,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. „Kannski má segja að tímaspursmál hafi verið hver yrði fyrstur til að stíga þetta skref.“ Guðjón segir ákvörðunina hins vegar liggja hjá bönkunum og vandi um að spá hvort fleiri fylgi í kjölfarið. Hann segir mestu skipta að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér sé með þeim hætti að fyrirtækin kjósi að hafa höfuðstöðvar sínar hér og greiði hér skatta og skyldur, minna máli skipti í hvaða mynt þau geri upp. „Þetta er bara þróun sem er að eiga sér stað.“ Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir Straum-Burðarás fara leið sem honum er heimil og allmörg stór og meðalstór fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum hafi þegar gert. Hann varar hins vegar við því að of víðtækjar séu dregnar af ákvörðun bankans enda „Hér er um fjárfestingabanka að ræða og áhrif þessarar ákvörðunar ráðast af því hver verði viðbrögð helstu viðskiptaaðila bankans. Ef það eru fyrirtæki sem sjálf gera upp í evru breytir þetta augljóslega litlu eða engu. Ástæðulaust er að gera of mikið úr áhrifum þessa því þetta er fjárfestingabanki sem gegnir sértæku hlutverki á markaði og þar af leiðandi ekki sambærilegur við önnur fyrirtæki sem gegna almennara og víðtækara hlutverki.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira