Kviðslitinn á kaldri slóð 18. desember 2006 12:45 Baldur blaðamaður fer uppá hálendið til að rannsaka dularfullt andlát næturvarðar. „Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur. Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við. Köld slóð verður ein af jólamyndum þessa árs en hún verður frumsýnd 29. desember. Myndin skartar auk Þrastar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Anitu Briem og danska leikaranum Lars Bryggman í aðalhlutverkunum. Leikstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson. Í myndinni segir frá hinum harðsvíraða blaðamanni Baldri sem heldur upp á hálendið til að rannsaka dularfullt lát næturvarðar í virkjun. Þröstur segist hafa haft það í huga að kynna sér störf blaðamanna fyrir hlutverkið en blaðið sem Baldur vinnur á í myndinni kallar ekki allt á ömmu sína. „Þetta er svona í líkingu við DV eins og það var undir lokin og ég komst í raun um að þetta er skítadjobb,“ segir Þröstur og hlær en hann komst aldrei í að tala við blaðamenn, gafst hreinlega ekki tími til þess. „Björn Brynjúlfur, leikstjóri myndarinnar, hefur einhverja reynslu af þessum bransa og hann ráðlagði mér eins langt og það náði,“ bætir Þröstur við. Leikarinn viðurkennir að hann sé kominn með hnút í magann fyrir frumsýningardaginn og sé skíthræddur við hvernig þetta komi út. „Sjálfur hef ég ekki séð nema bara stutta búta úr myndinni og er því orðinn nokkuð spenntur,“ segir Þröstur.
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira