Sterk blanda styrkt um 37 milljónir 18. desember 2006 16:30 Þórir Snær Sigurjónsson hefur fengið styrk upp á 37 milljónir fyrir næstu mynd sína. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira