Sterk blanda styrkt um 37 milljónir 18. desember 2006 16:30 Þórir Snær Sigurjónsson hefur fengið styrk upp á 37 milljónir fyrir næstu mynd sína. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira