Trabant snýr aftur með nýtt efni 15. desember 2006 16:00 Trabant hafa ekki spilað í hálft ár og lofa brjáluðu stuði. „Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. . Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. .
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira