Peter Boyle látinn 15. desember 2006 13:45 Boyle ásamt Ray Romano og Brad Garett sem léku syni hans í Everybody Loves Raymond. MYND/AP Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon. Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon.
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira