Babel fékk flestar tilnefningar 15. desember 2006 09:30 Í myndinni fléttast saman þrjár aðskildar sögur frá þremur heimshornum. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. . Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. .
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira