Babel fékk flestar tilnefningar 15. desember 2006 09:30 Í myndinni fléttast saman þrjár aðskildar sögur frá þremur heimshornum. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. . Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. .
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira