Gunnar sækir á nýjar lendur 14. desember 2006 12:30 Gunnar Þórðarson við æfingar á verkinu fyrir frumflutninginn í vor ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur en hljóðritun og kvikmyndun á verkinu var gerð snemma í vetur. MYND/Villi Það stefnir í nýjan flutning á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar á mánudagskvöld í Grafarvogskirkju. Diskur með verkinu er kominn út á kostnað höfundar og á jóladag verður ríkissjónvarpið með verkið á dagskrá. Brynjólfsmessan er stórt verk. Það er helgað minni Brynjólfs biskups og er önnur tilraun Gunnars til að takast á við stór form tónverka. Hann hefur ekki yfirgefið sönglögin að fullu: á nýjum diski Óskars Péturssonar eru níu lög eftir Gunnar. Í síðustu viku voru þrjú ný lög eftir hann frumflutt, tvö af Ragnari Bjarnasyni sem hann er að semja söngvasafn fyrir á disk helgaðan jólum sem kemur út að ári. Þá var Lofgjörð Maríu á dagskrá kórsins í Grafarvogskirkju. Og á mánudagskvöldið hljómar messan hans að nýju. Brynjólfsmessa var samin af Gunnari Þórðarsyni á árunum 2005-2006 að tilstuðlan Kristnihátíðarsjóðs og Héraðssjóðs Kjalarnesprófastsdæmis. Messan er samin við hinn sígilda latneska messutexta kirkjunnar, kyrie, gloria, credo, sanctus, bendictus og agnus dei. En að auki inniheldur messan hluta úr einu helgiljóða Brynjólfs biskups Sveinssonar (1605-1674), ljóðinu Virgo Diva, sem hann orti til heilagrar Guðmóður. Messa Gunnars er stór að umfangi, samin fyrir einsöngvara, kór, barnakór og sinfóníska hljómsveit. Gunnar helgar messuna minningu Brynjólfs biskups í tilefni af því að 400 ár voru liðin frá fæðingu Brynjólfs árið 2005. Messan hlaut góðar viðtökur síðastliðið vor þegar hún var frumflutt Í Keflavík, Skálholti og Grafarvoginum í Reykjavík. Hvers vegna er hann að ráðast í stærri form tónsköpunar, kalla saman kóra úr þremur sóknum, blanda í það barnaröddum, sækja sér hljómsveit skipaða virtum hlóðfæraleikurum úr klassíska geiranum? „Maður sest við hljóðfærið. Hvert á maður að fara? Á ég að gera rokkplötu?“ Hann hlær við tilhugsunina. Nú stefnir hugur hans á verk fyrir stærri sveitir en rokk eða poppbönd. Aldamótaárið samdi hann messu fyrir kór Víðistaðakirkju. Þótt flestar umsagnir um Brynjólfsmessuna væru jákvæðar lýsti einn fárra gagnrýnenda á landinu í miðli sínum verkinu sem kvikmyndatónlist. Hákon Leifsson hefur komið að báðum þessum verkum og hvatt Gunnar áfram: „Ef ég væri beðinn að lýsa tónlistinni hans,“ segir Hákon, „myndi ég segja þetta heiðarlega tónlist. Fyrra verkið hans var sálmalegt og ég sagði honum það. Nú hefur hann tekið skessustökk í úrvinnslu á efninu. Þetta er í svip síðrómantískrar tónlistar. Margt minnir á andann í Pucchini.“ Gunnar hefur löngum verið opinskár aðdáandi Gustavs Mahler sem samdi jafnan stór verk fyrir stórar hljómsveitir: hver er munurinn á þessu og öllu hinu sem hann á að baki? „Það er fyrst og fremst vinna. Þetta er gríðarlega mikil vinna að skrifa fyrir svona stóra sveit og kór.“ Hann fer ekkert í grafgötur með að hann vill áfram á þessari braut en gefur fátt uppi: „Ég vil ekki fara að tala um eitthvað í blöðum sem ég vil sjá verða. það kemur í ljós.“ Gunnari er engin launung á að Brynjólfsmessan hefði aldrei orðið að veruleika ef honum hefði gefist styrkur. Baugur styrkti hann til að hljóðrita verkið og Landsbankinn kemur að flutningi þess í ríkissjónvarpinu: „Jóhannes og Björgólfur hjálpuðu mér við að koma þessu á framfæri. Annars hefði þetta aldrei orðið. Það vildi enginn gefa þetta út.“ Brynjólfsmessa tekur klukkustund í flutningi. Einsöng í verkinu syngja þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Kammersveit verksins er Jón Leifs Camerata en sú sveit er skipuð mörgum af allra fremstu hljóðfæraleikurum landsins – um 25 manns. Hákon Leifsson hefur verið listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Hann er jafnframt hljómsveitarstjórinn á þessum tónleikum. Að flutningi verksins koma þrír kirkjukórar, liðlega 100 manns, úr kórum Keflavíkur-, Skálholts- og Grafarvogskirkna, auk barnakóra kirknanna. Til þess að gera flutning messunnar mögulegan hafa kórstjórar kirkjukóranna sameinað krafta sína um að flytja þetta sérstæða verk og hafa allir kórfélagar lagt gjörva hönd á plóg til þess að þessi flutningur mætti verða að veruleika. Kórstjórar kirkjukóranna eru organistarnir Hilmar Örn Agnarsson, kantor í Skálholti, Hörður Bragason, organisti Grafarvogskirkju, og Hákon Leifsson, kórstjóri og organisti Keflavíkurkirkju. Hilmar leggur til sinn barnakór úr sveitinni, Kammerkór Biskupstungna, og einnig syngur Unglingakór Grafarvogskirkju í messunni en honum stjórnar Oddný Þorsteinsdóttir. Gunnar er eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar og hefur sent frá sér tónsmíðar með reglulegu bili síðan lögin Fyrsti kossinn og Bláu augun þín komu út 1965. Hann á að baki yfir 600 lög sem hafa reynst ótrúlega lífseig: „Maður er kominn á sjötug aldur,“ segir hann og má vænta þess að messan Brynjólfi til heiðurs verði ekki síðasta verk hans fyrir kór og stóra hljómsveit. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það stefnir í nýjan flutning á Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar á mánudagskvöld í Grafarvogskirkju. Diskur með verkinu er kominn út á kostnað höfundar og á jóladag verður ríkissjónvarpið með verkið á dagskrá. Brynjólfsmessan er stórt verk. Það er helgað minni Brynjólfs biskups og er önnur tilraun Gunnars til að takast á við stór form tónverka. Hann hefur ekki yfirgefið sönglögin að fullu: á nýjum diski Óskars Péturssonar eru níu lög eftir Gunnar. Í síðustu viku voru þrjú ný lög eftir hann frumflutt, tvö af Ragnari Bjarnasyni sem hann er að semja söngvasafn fyrir á disk helgaðan jólum sem kemur út að ári. Þá var Lofgjörð Maríu á dagskrá kórsins í Grafarvogskirkju. Og á mánudagskvöldið hljómar messan hans að nýju. Brynjólfsmessa var samin af Gunnari Þórðarsyni á árunum 2005-2006 að tilstuðlan Kristnihátíðarsjóðs og Héraðssjóðs Kjalarnesprófastsdæmis. Messan er samin við hinn sígilda latneska messutexta kirkjunnar, kyrie, gloria, credo, sanctus, bendictus og agnus dei. En að auki inniheldur messan hluta úr einu helgiljóða Brynjólfs biskups Sveinssonar (1605-1674), ljóðinu Virgo Diva, sem hann orti til heilagrar Guðmóður. Messa Gunnars er stór að umfangi, samin fyrir einsöngvara, kór, barnakór og sinfóníska hljómsveit. Gunnar helgar messuna minningu Brynjólfs biskups í tilefni af því að 400 ár voru liðin frá fæðingu Brynjólfs árið 2005. Messan hlaut góðar viðtökur síðastliðið vor þegar hún var frumflutt Í Keflavík, Skálholti og Grafarvoginum í Reykjavík. Hvers vegna er hann að ráðast í stærri form tónsköpunar, kalla saman kóra úr þremur sóknum, blanda í það barnaröddum, sækja sér hljómsveit skipaða virtum hlóðfæraleikurum úr klassíska geiranum? „Maður sest við hljóðfærið. Hvert á maður að fara? Á ég að gera rokkplötu?“ Hann hlær við tilhugsunina. Nú stefnir hugur hans á verk fyrir stærri sveitir en rokk eða poppbönd. Aldamótaárið samdi hann messu fyrir kór Víðistaðakirkju. Þótt flestar umsagnir um Brynjólfsmessuna væru jákvæðar lýsti einn fárra gagnrýnenda á landinu í miðli sínum verkinu sem kvikmyndatónlist. Hákon Leifsson hefur komið að báðum þessum verkum og hvatt Gunnar áfram: „Ef ég væri beðinn að lýsa tónlistinni hans,“ segir Hákon, „myndi ég segja þetta heiðarlega tónlist. Fyrra verkið hans var sálmalegt og ég sagði honum það. Nú hefur hann tekið skessustökk í úrvinnslu á efninu. Þetta er í svip síðrómantískrar tónlistar. Margt minnir á andann í Pucchini.“ Gunnar hefur löngum verið opinskár aðdáandi Gustavs Mahler sem samdi jafnan stór verk fyrir stórar hljómsveitir: hver er munurinn á þessu og öllu hinu sem hann á að baki? „Það er fyrst og fremst vinna. Þetta er gríðarlega mikil vinna að skrifa fyrir svona stóra sveit og kór.“ Hann fer ekkert í grafgötur með að hann vill áfram á þessari braut en gefur fátt uppi: „Ég vil ekki fara að tala um eitthvað í blöðum sem ég vil sjá verða. það kemur í ljós.“ Gunnari er engin launung á að Brynjólfsmessan hefði aldrei orðið að veruleika ef honum hefði gefist styrkur. Baugur styrkti hann til að hljóðrita verkið og Landsbankinn kemur að flutningi þess í ríkissjónvarpinu: „Jóhannes og Björgólfur hjálpuðu mér við að koma þessu á framfæri. Annars hefði þetta aldrei orðið. Það vildi enginn gefa þetta út.“ Brynjólfsmessa tekur klukkustund í flutningi. Einsöng í verkinu syngja þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Kammersveit verksins er Jón Leifs Camerata en sú sveit er skipuð mörgum af allra fremstu hljóðfæraleikurum landsins – um 25 manns. Hákon Leifsson hefur verið listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Hann er jafnframt hljómsveitarstjórinn á þessum tónleikum. Að flutningi verksins koma þrír kirkjukórar, liðlega 100 manns, úr kórum Keflavíkur-, Skálholts- og Grafarvogskirkna, auk barnakóra kirknanna. Til þess að gera flutning messunnar mögulegan hafa kórstjórar kirkjukóranna sameinað krafta sína um að flytja þetta sérstæða verk og hafa allir kórfélagar lagt gjörva hönd á plóg til þess að þessi flutningur mætti verða að veruleika. Kórstjórar kirkjukóranna eru organistarnir Hilmar Örn Agnarsson, kantor í Skálholti, Hörður Bragason, organisti Grafarvogskirkju, og Hákon Leifsson, kórstjóri og organisti Keflavíkurkirkju. Hilmar leggur til sinn barnakór úr sveitinni, Kammerkór Biskupstungna, og einnig syngur Unglingakór Grafarvogskirkju í messunni en honum stjórnar Oddný Þorsteinsdóttir. Gunnar er eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar og hefur sent frá sér tónsmíðar með reglulegu bili síðan lögin Fyrsti kossinn og Bláu augun þín komu út 1965. Hann á að baki yfir 600 lög sem hafa reynst ótrúlega lífseig: „Maður er kominn á sjötug aldur,“ segir hann og má vænta þess að messan Brynjólfi til heiðurs verði ekki síðasta verk hans fyrir kór og stóra hljómsveit.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira