Óborganlegir textar 14. desember 2006 14:00 Skemmtilegir textarnir standa upp úr en platan hefur þó miklu meira til síns ágætis. Stjörnur: 3 Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög. Á þessari plötu er þessum jólalögum safnað saman auk nokkurra nýrra sem voru tekin upp sérstaklega í tilefni útgáfunnar. Jól og blíða er önnur plata Baggalúts á skömmum tíma, því í sumar gáfu þeir út plötuna Apar í Eden. Kannski telja einhverjir sig hafa fengið nóg af þeim félögum en þessi nýja plata er engu að síður vel heppnuð. Bráðskondnir textarnir eru sem fyrr í fyrirrúmi. Fjalla þeir oft á kaldhæðnislegan hátt um Íslendinga og séríslenskt jólahald þeirra. Skemmtilegustu lögin og jafnframt þau jólalegustu eru Kósíheit par exelans, Sagan af Jesúsi og Rjúpur. Önnur lög á borð við Föndurstund, Þorláksmessa og Gleðileg jól eru kannski ekki eins jólaleg en engu að síður virkilega fyndin. Að raula „gleðileg jól“ í stað „run to the hills“ ber óneitanlega vott um hugmyndaríki Baggalúts og eflaust kæmust engir aðrir upp með þetta nema þeir. Lag Braga Valdimars Skúlasonar, sem er eina lagið á plötunni eftir meðlim sveitarinnar, er jafnframt fallegt og ákaflega jólalegt. Þessi plata sínir hversu auðvelt Baggalútur virðist eiga með að aðlaga erlend lög að íslenskum veruleika. Nóg væri að hlusta á hana bara til að heyra textana en hún hefur samt miklu meira til síns ágætis, því söngurinn og flutningurinn ber einnig vott um mikla fagmennsku. Freyr Bjarnason
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira