Tónlist

Dýrðin á tónleikum

Systkinin Hafdís og Einar Hreiðarsbörn á tónleikum með Dýrðinni.
Systkinin Hafdís og Einar Hreiðarsbörn á tónleikum með Dýrðinni. mynd/Nick Karpowicz

Hljómsveitin Dýrðin heldur útgáfutónleika á Barnum á föstudag í tilefni af útkomu fyrstu plötu sinnar sem er samnefnd sveitinni.

Platan kom út í Bandaríkjunum í byrjun október á vegum útgáfyrirtækisins Skipping Records sem uppgötvaði Dýrðina á netinu. Hér á landi kom platan út um miðjan nóvember.

Að sögn Magnúsar Axelssonar mun Dýrðin spila nýju plötuna á tónleikunum auk eins nýs lags sem nefnist Goldfish. „Við ætlum að halda áfram að semja fleiri lög og það er alveg inni í myndinni að halda áfram að gefa út á næsta ári,“ segir Magnús. Bætir hann því við að þótt nýja lagið sé sungið á ensku sé platan öll á íslensku. Þrátt fyrir það hafi sveitin fengið góðar viðtökur í Bandaríkjunum þar sem áheyrendur hafi meira að segja sungið með þeim á tónleikum.

Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er ókeypis inn. Hljómsveitin The Way Down sér um að hita upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×