Þakka fyrir að vera á lífi 13. desember 2006 13:00 Er ánægður að hafa komið leikurunum í nýrri mynd sinni heilum á húfi vestur. Tökur eru nú hafnar á Duggholufólkinu fyrir vestan. Ari Kristinsson er leikstjóri myndarinnar sem hann segir vera jólamynd í ítrasta skilningi. „Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem við ætlum okkur að frumsýna um næstu jól.“ Segir Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður en nú standa yfir tökur á Vestfjörðum á kvikmyndinni Duggholufólkið sem er nýjasta verk Ara. „Þetta verður jólamynd í ítrasta skilningi þess þar sem við erum að nýta okkur bæði jólastemninguna og náttúrufegurðina í vetrinum hérna fyrir vestan. Það hæfir sögu myndarinnar ákaflega vel þar sem þetta er fjölskyldu- og draugasaga og umhverfið hefur þennan kynngimagnaða blæ sem fellur fullkomlega að því sem við erum að gera.“ Myndin hefur verið í tökum fyrir sunnan í eina 25 daga og hafa tökur aðallega farið fram í Latabæjarstúdíóinu og að einhverju leyti í Hafnarfirði. Nú er hins vegar komið að útitökum fyrir vestan og þegar náðist í Ara var hann í óða önn við að hlúa að leikurum og starfsfólki sem voru rétt nýlent á Ísafjarðarflugvelli eftir erfitt flug. „Það var víst all svakaleg ókyrrð í fluginu og fólkið er svona rétt að byrja að jafna sig og þá einkum yngri kynslóðin. Fólk þarf að fá að koma við jörðina oftar en tvisvar og þakka fyrir að vera á lífi áður en það jafnar sig á þessu.“ segir Ari og er greinilega ánægður með að vera kominn með allt sitt fólk vestur heilt á húfi. Í aðalhlutverkum í Duggholufólkinu eru krakkarnir Þórdís Árnadóttir, Bergþór Þorvaldsson og Árni Beinteinn Árnason auk reyndari leikaranna Brynhildar Guðjónsdóttur, Margrétar Vilhjálmsdóttur og Erlends Eiríkssonar. „Við verðum nokkuð víða í tökum hér fyrir vestan og förum meðal annars í hlíðar Bolafjalls svo þetta verður örugglega heilmikið ævintýri. Ég er búinn að vera fyrir vestan í nokkra daga við undirbúning og er orðinn spenntur að byrja að taka, en ég er hræddur um að fólkið þurfi að fá að jafna sig á fluginu áður en það fer að hlakka til vinnunnar.“ Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tökur eru nú hafnar á Duggholufólkinu fyrir vestan. Ari Kristinsson er leikstjóri myndarinnar sem hann segir vera jólamynd í ítrasta skilningi. „Þetta er barna- og fjölskyldumynd sem við ætlum okkur að frumsýna um næstu jól.“ Segir Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður en nú standa yfir tökur á Vestfjörðum á kvikmyndinni Duggholufólkið sem er nýjasta verk Ara. „Þetta verður jólamynd í ítrasta skilningi þess þar sem við erum að nýta okkur bæði jólastemninguna og náttúrufegurðina í vetrinum hérna fyrir vestan. Það hæfir sögu myndarinnar ákaflega vel þar sem þetta er fjölskyldu- og draugasaga og umhverfið hefur þennan kynngimagnaða blæ sem fellur fullkomlega að því sem við erum að gera.“ Myndin hefur verið í tökum fyrir sunnan í eina 25 daga og hafa tökur aðallega farið fram í Latabæjarstúdíóinu og að einhverju leyti í Hafnarfirði. Nú er hins vegar komið að útitökum fyrir vestan og þegar náðist í Ara var hann í óða önn við að hlúa að leikurum og starfsfólki sem voru rétt nýlent á Ísafjarðarflugvelli eftir erfitt flug. „Það var víst all svakaleg ókyrrð í fluginu og fólkið er svona rétt að byrja að jafna sig og þá einkum yngri kynslóðin. Fólk þarf að fá að koma við jörðina oftar en tvisvar og þakka fyrir að vera á lífi áður en það jafnar sig á þessu.“ segir Ari og er greinilega ánægður með að vera kominn með allt sitt fólk vestur heilt á húfi. Í aðalhlutverkum í Duggholufólkinu eru krakkarnir Þórdís Árnadóttir, Bergþór Þorvaldsson og Árni Beinteinn Árnason auk reyndari leikaranna Brynhildar Guðjónsdóttur, Margrétar Vilhjálmsdóttur og Erlends Eiríkssonar. „Við verðum nokkuð víða í tökum hér fyrir vestan og förum meðal annars í hlíðar Bolafjalls svo þetta verður örugglega heilmikið ævintýri. Ég er búinn að vera fyrir vestan í nokkra daga við undirbúning og er orðinn spenntur að byrja að taka, en ég er hræddur um að fólkið þurfi að fá að jafna sig á fluginu áður en það fer að hlakka til vinnunnar.“
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira