Clint og Drottningin verðlaunuð 12. desember 2006 16:00 The queen fékk fjögur verðlaun í heildina, meðal annars fyrir bestu leikkonu og besta handrit. Kvikmyndin Letters From Iwo Jima eftir Clint Eastwood var valin kvikmynd ársins af Samtökum gagnrýnenda í Los Angeles, en þeirra árlega verðlaunaafhending fór fram um helgina. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða kvikmyndir það verði sem lenda efst á blaði þegar kemur að því að velja Óskarsverðlaunin og því fygldust margir spenntir með. Letters from Iwo Jima fjallar um seinni heimsstyrjöldina frá sjónarhorni Japana, hún er næstum því öll á japönsku og var einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Það var kvikmyndin The Queen sem lenti í öðru sæti, en hún var einnig atkvæðamikil á afhendingunni og sópaði til sín fjórum verðlaunum allt í allt, meðal annars fékk Helen Mirren verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Peter Morgan fyrir besta handrit. Það vakti mikla athygli að Letter from Iwo Jima hafi þótt besta myndin en í flokknum var einnig myndin FLags of Our Fathers, sem líka er eftir Eastwood og var eins og margir muna tekin að stórum hluta upp hér á landi. Besti leikstjórinn var valinn Paul Greengras fyrir kvikmyndina United 93 og í öðru sæti var Eastwood sjálfur fyrir stríðsmyndirnar tvær. Óvæntasti verðlaunahafi hátíðarinnar var án nokkurs vafa leikarinn Sacha Baron Cohen, en hann var valinn besti leikari ársins fyrir persónu sína Borat, en verðlaunum deildi hann með Íslandsvininum Forrest Whitaker, en hann þykir skara fram úr fyrir túlkun sína á Idi Amin Dada í kvikmyndinni The Last King of Scotland. Besta erlenda kvikmyndin var valin The Lives of Others eftir Florian Henckel von Donnersmarck, en kvikmyndin Volver eftir Pedrp Almodovar fylgdi fast á hæla hennar. Af öðrum verðlaunum ber að nefna kvikmynd Al Gores An Inconvenient Truth sem sigraði í flokki heimildarmynda og fjölskyldumyndina Happy Feet sem þótti besta teiknimyndin. Þess ber að geta að kvikmyndin Letters from Iwo Jima átti ekki að koma út fyrr en snemma á næsta ári, en forsprakkar Warner Brothers ákváðu í flýti að frumsýna hana núna í desember. Clint Eastwood. Kvikmyndin Letters from Iwo Jima var valin besta mynd, en Flags of Our Fathers sem einnig er eftir Clint var líka tilnefnd. . Baron Sacha Cohen þótti besti leikarinn þetta árið, fyrir persónu sína Borat í samnefndri mynd. . Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Letters From Iwo Jima eftir Clint Eastwood var valin kvikmynd ársins af Samtökum gagnrýnenda í Los Angeles, en þeirra árlega verðlaunaafhending fór fram um helgina. Verðlaunin þykja gefa góða vísbendingu um hvaða kvikmyndir það verði sem lenda efst á blaði þegar kemur að því að velja Óskarsverðlaunin og því fygldust margir spenntir með. Letters from Iwo Jima fjallar um seinni heimsstyrjöldina frá sjónarhorni Japana, hún er næstum því öll á japönsku og var einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Það var kvikmyndin The Queen sem lenti í öðru sæti, en hún var einnig atkvæðamikil á afhendingunni og sópaði til sín fjórum verðlaunum allt í allt, meðal annars fékk Helen Mirren verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Peter Morgan fyrir besta handrit. Það vakti mikla athygli að Letter from Iwo Jima hafi þótt besta myndin en í flokknum var einnig myndin FLags of Our Fathers, sem líka er eftir Eastwood og var eins og margir muna tekin að stórum hluta upp hér á landi. Besti leikstjórinn var valinn Paul Greengras fyrir kvikmyndina United 93 og í öðru sæti var Eastwood sjálfur fyrir stríðsmyndirnar tvær. Óvæntasti verðlaunahafi hátíðarinnar var án nokkurs vafa leikarinn Sacha Baron Cohen, en hann var valinn besti leikari ársins fyrir persónu sína Borat, en verðlaunum deildi hann með Íslandsvininum Forrest Whitaker, en hann þykir skara fram úr fyrir túlkun sína á Idi Amin Dada í kvikmyndinni The Last King of Scotland. Besta erlenda kvikmyndin var valin The Lives of Others eftir Florian Henckel von Donnersmarck, en kvikmyndin Volver eftir Pedrp Almodovar fylgdi fast á hæla hennar. Af öðrum verðlaunum ber að nefna kvikmynd Al Gores An Inconvenient Truth sem sigraði í flokki heimildarmynda og fjölskyldumyndina Happy Feet sem þótti besta teiknimyndin. Þess ber að geta að kvikmyndin Letters from Iwo Jima átti ekki að koma út fyrr en snemma á næsta ári, en forsprakkar Warner Brothers ákváðu í flýti að frumsýna hana núna í desember. Clint Eastwood. Kvikmyndin Letters from Iwo Jima var valin besta mynd, en Flags of Our Fathers sem einnig er eftir Clint var líka tilnefnd. . Baron Sacha Cohen þótti besti leikarinn þetta árið, fyrir persónu sína Borat í samnefndri mynd. .
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira