Jólagjöfin í ár 9. desember 2006 00:01 Til er saga af því að haldin var veisla á Bessastöðum, þar sem fína fólkinu var boðið. Þar á meðal fínni frú úr Reykjavík. Mér hefur alltaf líkað vel við fínar frúr. Þær kusu mig í gamla daga (og gera kannski enn). Sú frú sem hér kemur við sögu var af dönskum ættum og hafði enn og aldrei fullkomið tak á íslenskunni. Fólk stóð út við gluggann og ræddi um fjöruna á Álftanesi eins og gengur. Þar á meðal okkar frú. Lúðvík eiginmaður kemur aðvífandi og spyr: hvað eruð þið að spjalla um? Og frúin svarar á sinni bjöguðu íslensku: "við vorum bara að tala um hvað það er alltaf mikið fjör hér á Bessastöðum". Frúin sú arna hafði metnað til að prýða heimili sitt. Ekkert var nógu gott nema það væri nógu fínt. Allt í einu gellur í henni í miðju kokkteilboðinu og í miðri mannmergðinni: "sjáðu Lúðvík" og bendir til lofts, "svona ljósakrónu þurfum við að fá okkur heima". Já það var ljósakrónan sem var ástæðan fyrir því að þessar gamansögur rifjast upp. Það stendur nefnilega þannig á, að heima hjá mér hefur hangið ljósakróna í stofuloftinu, alveg frá því að foreldrar mínir bjuggu í þessu sama húsi frá miðri síðustu öld. Eðalborið tákn um samhengi sögunnar, enda er ég íhaldssamur í eðli mínu og er á móti öllum breytingum nema í ítrustu neyð. Systkini mín sömuleiðis. Þegar þau koma í heimsókn segja þau: "hvað! eruð þið búin að breyta? Þetta var ekki svona hjá mömmu". Já þarna trónaði hún ljósakrónan í betri stofunni. Komin til ára sinna en alltaf jafn virðuleg og gerði sitt gagn. Lýsti upp stofuna. Það var nóg fyrir mig. Það var að minnsta kosti mín skoðun og einhverju verður maður að fá að ráða. Nema hvað Ágústa, mín elskulega eiginkona, hefur þrástagast á því að það þurfi að skipta um ljósakrónu og ég hef færst undan með semingi. "Og svo kostar þetta" segi ég. Ekki beinlínis af því ég tími ekki að kaupa nýja ljósakrónu en ég er aðhaldssamur eins og góðir húsbændur eiga að vera. Ég hengslaðist engu að síður með í búðarráp og mældi út allar þær ljósakrónur sem bjóðast í landinu og fann jafnan út að þær voru of dýrar eða of stórar eða pössuðu ekki. Eða væru ekki í stíl og svona gekk þetta í nokkrar vikur. Þetta hefur verið smá nudd og sosum engar erjur og þar að auki hef ég haft öðrum hnöppum að hneppa að undanförnu. Verið upptekinn við þingstörf og setið nefndarfundi og þingfundi þar sem tekist er á um alvörumál og fjárlög og stóriðju og kjör eldri borgara og miklir peningar í húfi. Svo miklir, að eitt stykki ljósakróna kemst ekki í hálfkvisti. Kemst ekki einu sinni á dagskrá. Haldið þið ekki að þegar ég kem heim eitt kvöldið með alla þessa alvöru og ábyrgð á herðunum, að rafvirki er mættur í stofunni heima og gamla ljósakrónan liggur brotin á gólfinu. Ný komin í staðinn. Það hvarflaði svosum að mér að sú gamla hefði ekki brotnað af sjálfsdáðum. En þarna lá hún, þessi elska (þ.e.a.s. ljósakrónan), sína banalegu. Og engum vörnum lengur við komið. Hófst þá önnur umræða. Verð á ljósakrónum, efnahagur fjölskyldunnar, jólainnkaup, innistæður og skuldir og gjöld og þetta var miklu hvassara og beittara heldur en umræðurnar í þinginu og mátti stundum ekki á milli sjá, hvort okkar yrði eftir á heimilinu. Allt út af einni déskotans ljósakrónu og konan mín fór meira að segja út á gangstétt til að skoða hvernig nýja krónan tæki sig út, utan frá séð! Auðvitað þurfti ég að lúffa áður en yfir lauk, enda sú gamla ónýt og rafvirkinn mættur á staðinn. Ég segi ekki frá því hvað hún kostaði en svona gerast kaupin á eyrinni. Maður verður stundum að láta í minni pokann til að halda friðinn. Enda gerðir þeir friðarsamningar að þetta yrði jólagjöfin í ár. Það er svo frá því að segja, fyrir sérstaka tilviljun og glettni örlaganna, að við hjónin vorum boðin á Bessastaði um síðustu helgi og mér varð litið upp í ljósakrónurnar í allri sinni dýrð, þarna í foretasetrinu og gat hvíslað í eyrað á Ágústu: "Svona ljósakrónur þurfum við að fá okkur". Hún þekkti brandarann og við gátum bæði brosað á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Til er saga af því að haldin var veisla á Bessastöðum, þar sem fína fólkinu var boðið. Þar á meðal fínni frú úr Reykjavík. Mér hefur alltaf líkað vel við fínar frúr. Þær kusu mig í gamla daga (og gera kannski enn). Sú frú sem hér kemur við sögu var af dönskum ættum og hafði enn og aldrei fullkomið tak á íslenskunni. Fólk stóð út við gluggann og ræddi um fjöruna á Álftanesi eins og gengur. Þar á meðal okkar frú. Lúðvík eiginmaður kemur aðvífandi og spyr: hvað eruð þið að spjalla um? Og frúin svarar á sinni bjöguðu íslensku: "við vorum bara að tala um hvað það er alltaf mikið fjör hér á Bessastöðum". Frúin sú arna hafði metnað til að prýða heimili sitt. Ekkert var nógu gott nema það væri nógu fínt. Allt í einu gellur í henni í miðju kokkteilboðinu og í miðri mannmergðinni: "sjáðu Lúðvík" og bendir til lofts, "svona ljósakrónu þurfum við að fá okkur heima". Já það var ljósakrónan sem var ástæðan fyrir því að þessar gamansögur rifjast upp. Það stendur nefnilega þannig á, að heima hjá mér hefur hangið ljósakróna í stofuloftinu, alveg frá því að foreldrar mínir bjuggu í þessu sama húsi frá miðri síðustu öld. Eðalborið tákn um samhengi sögunnar, enda er ég íhaldssamur í eðli mínu og er á móti öllum breytingum nema í ítrustu neyð. Systkini mín sömuleiðis. Þegar þau koma í heimsókn segja þau: "hvað! eruð þið búin að breyta? Þetta var ekki svona hjá mömmu". Já þarna trónaði hún ljósakrónan í betri stofunni. Komin til ára sinna en alltaf jafn virðuleg og gerði sitt gagn. Lýsti upp stofuna. Það var nóg fyrir mig. Það var að minnsta kosti mín skoðun og einhverju verður maður að fá að ráða. Nema hvað Ágústa, mín elskulega eiginkona, hefur þrástagast á því að það þurfi að skipta um ljósakrónu og ég hef færst undan með semingi. "Og svo kostar þetta" segi ég. Ekki beinlínis af því ég tími ekki að kaupa nýja ljósakrónu en ég er aðhaldssamur eins og góðir húsbændur eiga að vera. Ég hengslaðist engu að síður með í búðarráp og mældi út allar þær ljósakrónur sem bjóðast í landinu og fann jafnan út að þær voru of dýrar eða of stórar eða pössuðu ekki. Eða væru ekki í stíl og svona gekk þetta í nokkrar vikur. Þetta hefur verið smá nudd og sosum engar erjur og þar að auki hef ég haft öðrum hnöppum að hneppa að undanförnu. Verið upptekinn við þingstörf og setið nefndarfundi og þingfundi þar sem tekist er á um alvörumál og fjárlög og stóriðju og kjör eldri borgara og miklir peningar í húfi. Svo miklir, að eitt stykki ljósakróna kemst ekki í hálfkvisti. Kemst ekki einu sinni á dagskrá. Haldið þið ekki að þegar ég kem heim eitt kvöldið með alla þessa alvöru og ábyrgð á herðunum, að rafvirki er mættur í stofunni heima og gamla ljósakrónan liggur brotin á gólfinu. Ný komin í staðinn. Það hvarflaði svosum að mér að sú gamla hefði ekki brotnað af sjálfsdáðum. En þarna lá hún, þessi elska (þ.e.a.s. ljósakrónan), sína banalegu. Og engum vörnum lengur við komið. Hófst þá önnur umræða. Verð á ljósakrónum, efnahagur fjölskyldunnar, jólainnkaup, innistæður og skuldir og gjöld og þetta var miklu hvassara og beittara heldur en umræðurnar í þinginu og mátti stundum ekki á milli sjá, hvort okkar yrði eftir á heimilinu. Allt út af einni déskotans ljósakrónu og konan mín fór meira að segja út á gangstétt til að skoða hvernig nýja krónan tæki sig út, utan frá séð! Auðvitað þurfti ég að lúffa áður en yfir lauk, enda sú gamla ónýt og rafvirkinn mættur á staðinn. Ég segi ekki frá því hvað hún kostaði en svona gerast kaupin á eyrinni. Maður verður stundum að láta í minni pokann til að halda friðinn. Enda gerðir þeir friðarsamningar að þetta yrði jólagjöfin í ár. Það er svo frá því að segja, fyrir sérstaka tilviljun og glettni örlaganna, að við hjónin vorum boðin á Bessastaði um síðustu helgi og mér varð litið upp í ljósakrónurnar í allri sinni dýrð, þarna í foretasetrinu og gat hvíslað í eyrað á Ágústu: "Svona ljósakrónur þurfum við að fá okkur". Hún þekkti brandarann og við gátum bæði brosað á ný.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun