Eðalsvalleiki af bestu gerð 2. desember 2006 09:00 Brian Jonestown Massacre Nasa, miðvikudaginn 29. nóvember, 2006 * * * * Frábær skemmtun og með betri rokktónleikum ársins. Kom inn á Nasa rétt í þann mund sem Jakobínarína voru að stíga af sviðinu sem var synd og skömm. Svalasta hljómsveit landsins, Singapore Sling, steig síðan á svið og var hún vel þétt að vanda enda hér á ferð ein langbesta tónleikasveit landsins. Hljómurinn var allur til stakrar prýði en hljómsveitin hefur reyndar átt betri spretti en hún sýndi á miðvikudagskvöldið. Biðin eftir Anton Newcombe og félögum í Brian Jonestown Massacre var ekki löng en nógu löng til þess að eyða nokkrum krónum á barnum. Áhorfendur, sem voru þægilega margir og gaurar í hettupeysu og leðurjakka voru í áberandi meirihluta, þyrpt-ust að sviðinu og fengu nammi sem Newcombe dreifði. BJM hófu síðan dans sinn sem þeir stigu í takt við áhorfendur næsta tvo og hálfan tímann, um það bil. Enginn maður á Nasa þetta kvöld virtist sáttari en Newcombe sjálfur. Ítrekað sagði hann við áhorfendur að þetta væri besta kvöld lífs hans og brosti sínu breiðasta í gegnum áfengisþrútið andlit sitt. Annar maður sem setti líka stóran svip á tónleikana var hristari BJM, Joel Gion, sem ber án efa trylltustu barta (kótilettur) sem nokkurn tímann hafa sést. Gaman var líka að sjá Joel með í för enda hálfgerð goðsögn þar á ferð eins og allir vita sem séð hafa heimildamyndina DIG! Hinir hljóðfæraleikarar BJM voru reyndar allir með tölu ótrúlega færir. Þegar sveitin náði fullu flugi, stundum með fjóra gítara, fór um mann sælurokkarahrollur sem erfitt var að losna við og entist lengi. Keyrslan á tónleikunum var afar góð og aldrei var dauður tími. Áhorfendur skemmtu sér líka vel og voru í góðu og jarðbundnu sambandi við hljómsveitina. Tónleikahaldarar eiga mikið lof skilið fyrir þessa tónleika. Það er frábært framtak að fá eins áhugaverða hljómsveit og Brian Jonestown Massacre hingað til lands og ekki síður að stilla miðaverðinu í eins mikið hóf og gert var, eitthvað sem margir aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Steinþór Helgi Arnsteinsson Félagarnir Helgi, Ágúst og Svavar voru í hörkustuði.MYND/Atli Þór . Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kom inn á Nasa rétt í þann mund sem Jakobínarína voru að stíga af sviðinu sem var synd og skömm. Svalasta hljómsveit landsins, Singapore Sling, steig síðan á svið og var hún vel þétt að vanda enda hér á ferð ein langbesta tónleikasveit landsins. Hljómurinn var allur til stakrar prýði en hljómsveitin hefur reyndar átt betri spretti en hún sýndi á miðvikudagskvöldið. Biðin eftir Anton Newcombe og félögum í Brian Jonestown Massacre var ekki löng en nógu löng til þess að eyða nokkrum krónum á barnum. Áhorfendur, sem voru þægilega margir og gaurar í hettupeysu og leðurjakka voru í áberandi meirihluta, þyrpt-ust að sviðinu og fengu nammi sem Newcombe dreifði. BJM hófu síðan dans sinn sem þeir stigu í takt við áhorfendur næsta tvo og hálfan tímann, um það bil. Enginn maður á Nasa þetta kvöld virtist sáttari en Newcombe sjálfur. Ítrekað sagði hann við áhorfendur að þetta væri besta kvöld lífs hans og brosti sínu breiðasta í gegnum áfengisþrútið andlit sitt. Annar maður sem setti líka stóran svip á tónleikana var hristari BJM, Joel Gion, sem ber án efa trylltustu barta (kótilettur) sem nokkurn tímann hafa sést. Gaman var líka að sjá Joel með í för enda hálfgerð goðsögn þar á ferð eins og allir vita sem séð hafa heimildamyndina DIG! Hinir hljóðfæraleikarar BJM voru reyndar allir með tölu ótrúlega færir. Þegar sveitin náði fullu flugi, stundum með fjóra gítara, fór um mann sælurokkarahrollur sem erfitt var að losna við og entist lengi. Keyrslan á tónleikunum var afar góð og aldrei var dauður tími. Áhorfendur skemmtu sér líka vel og voru í góðu og jarðbundnu sambandi við hljómsveitina. Tónleikahaldarar eiga mikið lof skilið fyrir þessa tónleika. Það er frábært framtak að fá eins áhugaverða hljómsveit og Brian Jonestown Massacre hingað til lands og ekki síður að stilla miðaverðinu í eins mikið hóf og gert var, eitthvað sem margir aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Steinþór Helgi Arnsteinsson Félagarnir Helgi, Ágúst og Svavar voru í hörkustuði.MYND/Atli Þór .
Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira