Stenst tímans tönn 1. desember 2006 15:30 Jóladagatal Sjónvarpsins er nú endursýnt í annað skiptið, en það var framleitt árið 1991. Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sýningar á Jóladagatali Sjónvarpsins, sem að þessu sinni er sagan um stjörnustrákinn Bláma og Ísafoldu eftir Sigrúnu Eldjárn, hefjast í dag. Þættirnir, sem Kári Halldór leikstýrði, voru frumsýndir fyrir fimmtán árum og endursýndir árið 1998. Aðalleikararnir voru þá allir nýkomnir inn í leiklistarbransann. Fréttablaðið athugaði hvar þau eru stödd í dag. „Ég er að leikstýra jólasýningu hjá Stopp leikhópnum og kenni við Háskólann í Reykjavík,“ sagði Sigurþór A. Heimisson, sem hefur haldið sig innan leiklistargeirans. Hann heldur að þættirnir standist tímans tönn með prýði. „Þetta er líka tekið upp úti um borg og bæ, það er gaman að sjá hvernig borgin hefur breyst,“ sagði Sigurþór, sem aftók ekki að hann myndi fylgjast með dagatalinu í ár. „Ég á sex ára strák sem mun fylgjast spenntur með. Ég kann líka ákaflega vel við stjörnustrákinn Bláma,“ sagði hann. Kristjana Pálsdóttir, sem fór með hlutverk Ísafoldar, er búsett fyrir norðan þar sem hún hefur kennt leiklist og sett upp sýningar með nálægum grunnskólum. „Ég hef komið að einhverju leiklistartengdu á hverju ári frá því að ég útskrifaðist,“ sagði Kristjana, en hlutverk Ísafoldar var eitt fyrsta hlutverk hennar. „Þó ég segi sjálf frá finnst mér þetta nú vera með skemmtilegri jóladagatölunum,“ sagði Kristjana. „Ég hef þá trú að þetta sé ekkert leiðinlegra núna.“ Guðfinna Rúnarsdóttir fór með þriðja aðalhlutverkið í þáttunum, sem hún kallar sjálf Fruntalegu kellinguna. „Þetta var algjört draumahlutverk, hún var alltaf að þykjast vera eitthvað annað en hún var, svo ég fékk ótal gervi,“ sagði Guðfinna, en Fruntalega kellingin var fyrsta stóra hlutverk hennar. Guðfinna einbeitir sér nú að þýðingum og heldur námskeið í upplestri og framsögu fyrir nemendur í 7. bekk. Guðfinna segir börnum hennar finnast býsna skemmtilegt að fá að sjá dagatalið aftur. „Sonur minn hafði nú einhverjar áhyggjur af því að honum myndi finnast mamma hans eitthvað hallærisleg núna, enda var þetta mjög ýkt persóna,“ sagði Guðfinna hlæjandi. „Ég vona bara að fólk hafi gaman af þessu, en ég vildi helst að það væru framleidd ný jóladagatöl á hverju ári,“ bætti hún við.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira