Ástandið er erfitt fyrir alla 30. nóvember 2006 05:00 Ziad Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu, en sífellt fleiri Palestínumenn slasast vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum, en lítið er um stuðning og úrræði þeim til handa. MYND/Hörður Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30. Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Fötlun „Á hverjum degi verða fleiri Palestínumenn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraelshers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraelshers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza-svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30.
Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“