Breytt staða varna Íslands líka úrlausnarefni NATO 30. nóvember 2006 06:45 Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt starfsbræðrum sínum frá Póllandi og Bretlandi, þeim Jaroslaw Kaczynski og Tony Blair, í Ríga í gær. MYND/AP Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO. Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO.
Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira