Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga 30. nóvember 2006 07:15 Valdimar er búfræðingur sem starfað hefur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, verið bankastjóri hjá Landsbankanum nýsjálenska, en starfar nú hjá alþjóðabankanum Rabobank. MYND/GVA Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira