Jesúbarnið og jólastríð 30. nóvember 2006 12:15 María og Jósef leggja í langt og strangt ferðalag til Betlehem og mæta miklu andstreymi en komast þó á leiðarenda þar sem María fæðir barn sem breytti sögunni. Jólamyndirnar eru byrjaðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önnur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggir hún á frásögn Lúkasarguðspjallsins um meyfæðinguna. Í Betlehem er barn oss fætt...The Nativity Story fylgir þeim Maríu og Jósef á leið þeirra frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn kom í heiminn eins og er fyrir löngu frægt orðið. Myndin hefst þó nokkru fyrr, á taugaveiklun sem greip Heródes konung vegna spádóms Gamla testamentisins um Messías en spádómurinn varð til þess að hann fyrirskipaði útrýmingu allra sveinbarna í ríkinu sem voru undir tveggja ára aldri. Sögunni víkur síðan að Maríu en hennar bíður það hlutskipti að fæða son Guðs í þennan heim. Það þarf vart að rekja söguþráðinn frekar enda þekkir nánast hvert mannsbarn í hinum vestræna heimi framhaldið. ... blikar jólastjarnaThe Nativity Story var heimsfrumsýnd á sunnudaginn á sérstakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Fréttir herma að myndin hafi fallið áhorfendum vel í geð og það má segja að hún njóti geistlegrar blessunar en þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd hlotnast sá heiður að vera frumsýnd í Páfagarði. Hin sextán ára gamla Keisha Castle-Hughes leikur guðsmóðurina í The Nativity Story en hún vakti mikla athygli árið 2002 fyrir frábæran leik í nýsjálensku myndinni Whale Rider en hún hlaut fyrir vikið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hinn nánast óþekkti Oscar Isaac leikur Jósef en breski eðalleikarinn Ciarán Hinds (Munich, Miami Vice) leikur Heródes en hann er síður en svo ókunnur sögutímanum þar sem hann lék Júlíus Seasar með miklum tilþrifum í sjónvarpsþáttunum Rome. Jóla hvað?Kærleiksboðskapur Krists svífur ekki yfir vötnum í gamanmyndinni Deck the Halls þar sem leikararnir Matthew Broderick og Danny DeVito leiða saman hesta sína í mögnuðum nágrannaerjum sem stofna jólagleði fjölskyldna þeirra í stórhættu. Jólin eru eftirlætisárstími Steve Finch sem Broderick leikur og hann er bókstaflega friðlaus á aðventunni þegar öll tilvera hans hverfist um jólaundirbúning og alls konar hefðir og uppákomum honum tengdum. Þetta gerir eiginkonu hans og börnum hins vegar lífið frekar leitt þar sem hann dregur þau áfram í ofstækinu. JólahjólavitleysaÁstandið versnar svo til muna þegar nýi nágranninn, bílasalinn Buddy Hall (DeVito), gerir tilkall til krúnunnar sem aðal jólakallinn í hverfinu. Hann byrjar á því að setja upp svo magnaða jólaljósaseríu á húsið sitt að hún sést utan úr geimnum og þar með er stríðshanskanum kastað. Athyglin sem Buddy fær út á jólaljósin verður til þess að hann fyllist ofurkappi og gerir ýmsar glannalegar tilraunir til þess að toppa sjálfan sig í jólaskreytingum á meðan Steve fellur algerlega í skuggann með sitt hefðbundna jólaflipp. Hann snýr því vörn í sókn og nágrannaerjurnar stigmagnast.Fjölskyldur klikkhausanna sameinast þó gegn þeim enda stefnir allt í það að illindin muni eyðileggja jólin fyrir öllum en stóra spurningin er hvort mögulegt sé að fá kappana til þess að grafa stríðsöxina áður en það er um seinan. Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Jólamyndirnar eru byrjaðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önnur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggir hún á frásögn Lúkasarguðspjallsins um meyfæðinguna. Í Betlehem er barn oss fætt...The Nativity Story fylgir þeim Maríu og Jósef á leið þeirra frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn kom í heiminn eins og er fyrir löngu frægt orðið. Myndin hefst þó nokkru fyrr, á taugaveiklun sem greip Heródes konung vegna spádóms Gamla testamentisins um Messías en spádómurinn varð til þess að hann fyrirskipaði útrýmingu allra sveinbarna í ríkinu sem voru undir tveggja ára aldri. Sögunni víkur síðan að Maríu en hennar bíður það hlutskipti að fæða son Guðs í þennan heim. Það þarf vart að rekja söguþráðinn frekar enda þekkir nánast hvert mannsbarn í hinum vestræna heimi framhaldið. ... blikar jólastjarnaThe Nativity Story var heimsfrumsýnd á sunnudaginn á sérstakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Fréttir herma að myndin hafi fallið áhorfendum vel í geð og það má segja að hún njóti geistlegrar blessunar en þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd hlotnast sá heiður að vera frumsýnd í Páfagarði. Hin sextán ára gamla Keisha Castle-Hughes leikur guðsmóðurina í The Nativity Story en hún vakti mikla athygli árið 2002 fyrir frábæran leik í nýsjálensku myndinni Whale Rider en hún hlaut fyrir vikið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hinn nánast óþekkti Oscar Isaac leikur Jósef en breski eðalleikarinn Ciarán Hinds (Munich, Miami Vice) leikur Heródes en hann er síður en svo ókunnur sögutímanum þar sem hann lék Júlíus Seasar með miklum tilþrifum í sjónvarpsþáttunum Rome. Jóla hvað?Kærleiksboðskapur Krists svífur ekki yfir vötnum í gamanmyndinni Deck the Halls þar sem leikararnir Matthew Broderick og Danny DeVito leiða saman hesta sína í mögnuðum nágrannaerjum sem stofna jólagleði fjölskyldna þeirra í stórhættu. Jólin eru eftirlætisárstími Steve Finch sem Broderick leikur og hann er bókstaflega friðlaus á aðventunni þegar öll tilvera hans hverfist um jólaundirbúning og alls konar hefðir og uppákomum honum tengdum. Þetta gerir eiginkonu hans og börnum hins vegar lífið frekar leitt þar sem hann dregur þau áfram í ofstækinu. JólahjólavitleysaÁstandið versnar svo til muna þegar nýi nágranninn, bílasalinn Buddy Hall (DeVito), gerir tilkall til krúnunnar sem aðal jólakallinn í hverfinu. Hann byrjar á því að setja upp svo magnaða jólaljósaseríu á húsið sitt að hún sést utan úr geimnum og þar með er stríðshanskanum kastað. Athyglin sem Buddy fær út á jólaljósin verður til þess að hann fyllist ofurkappi og gerir ýmsar glannalegar tilraunir til þess að toppa sjálfan sig í jólaskreytingum á meðan Steve fellur algerlega í skuggann með sitt hefðbundna jólaflipp. Hann snýr því vörn í sókn og nágrannaerjurnar stigmagnast.Fjölskyldur klikkhausanna sameinast þó gegn þeim enda stefnir allt í það að illindin muni eyðileggja jólin fyrir öllum en stóra spurningin er hvort mögulegt sé að fá kappana til þess að grafa stríðsöxina áður en það er um seinan.
Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira