Hirðgítarleikari X-Factor 28. nóvember 2006 10:30 Friðrik Karlsson hefur starfað mikið fyrir Simon Cowell undanfarin ár. MYND/Heiða Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erfitt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann. við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Englands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötur og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp á breska vinsældarlistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinnie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn enn virtasti hljóðversgítarleikari Bretlands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekkert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plötur hans verður birt á morgun.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira