Uppgjör Jóns 27. nóvember 2006 00:01 Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina verður talinn eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Þar flutti Jón Sigurðsson, nýr formaður flokksins, sína fyrstu meiriháttar ræðu á vettvangi flokksins og kvað þar við annan tón á ýmsum sviðum, en hjá forvera hans. Reyndar nefndi Jón hann hvergi í opnunarræðu sinni og var hann þó handvalinn í núverandi embætti af honum. Það sem mesta athygli vakti í ræðu Jóns Sigurðssonar var að sjálfsögðu það sem hann sagði um ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks: „Þær byggðust á röngum upplýsingum. Forsendur voru rangar og ákvarðanaferlinu ábótavant. Þessar ákvarðanir voru því rangar eða mistök. Svonefndur listi um „staðfastar þjóðir" var einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás," sagði formaðurinn í ræðu sinni. Hann er reyndar ekki eini stjórnmálamaðurinn í heiminum sem segir þetta um þessar mundir, því sífellt fleiri stjórnmálamenn hafa viðhaft svipuð eða sömu ummæli, og einkum þó í aðdraganda kosninga í viðkomandi löndum. Menn vilja gjarnan skella skuldinni á rangar upplýsingar hjá leyniþjónustum, en það er alveg ljóst að það þarf að komast til botns í þessu máli bæði hér heima og erlendis. Það er ekki síst nauðsynlegt vegna ástandsins í Írak um þessar mundir. Það kann að hafa verið of dýru verði keypt að koma höndum yfir Saddam Hussein, þann ófyrirleitna einræðisherra, með innrásinni og menn hafa í blindni trúað öllu sem ráðamenn í Bandaríkjunum sögðu um málið í aðdraganda hennar. Jón Sigurðsson sýnir kjark og dirfsku með því að tala hreint út um þetta mál á þann hátt sem allir skilja. En það er ekki nóg að hann tali hreint út, forystumenn hins stjórnarflokksins verða líka að tala hreint út um málið. Það var undir forystu þeirra manns í ríkisstjórn sem þetta mál kom upp, þeir þurfa því líka, ekki síður en Framsóknarmenn, að taka til máls. Að undanförnu í aðdraganda prófkjara Sjálfstæðisflokksins, hefur Fréttablaðið beint spurningum um Íraksstríðið og aðdraganda þess til prófkjörskandídata Sjálfstæðisflokksins og fengið ýmis svör - sum mjög loðin svo ekki sé meira sagt. Það væri hreinlegast og best fyrir alla, að öll spilin í þessu máli væru lögð á borðið og að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra skýrðu frá því opinberlega í smáatriðum hver aðdragandi þessa máls var og gangur þess í stjórnkerfinu. Það væri öllum til góðs. Þetta uppgjör Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, um helgina eitt og sér verður varla til þess að rétta hlut flokksins í þeirri baráttu sem framundan er fyrir kosningarnar næsta vor. Því eins og hann sagði í ræðu sinni verður baráttan hörð: „Hún verður þrekvinna og langhlaup." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins sem haldinn var um helgina verður talinn eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Þar flutti Jón Sigurðsson, nýr formaður flokksins, sína fyrstu meiriháttar ræðu á vettvangi flokksins og kvað þar við annan tón á ýmsum sviðum, en hjá forvera hans. Reyndar nefndi Jón hann hvergi í opnunarræðu sinni og var hann þó handvalinn í núverandi embætti af honum. Það sem mesta athygli vakti í ræðu Jóns Sigurðssonar var að sjálfsögðu það sem hann sagði um ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks: „Þær byggðust á röngum upplýsingum. Forsendur voru rangar og ákvarðanaferlinu ábótavant. Þessar ákvarðanir voru því rangar eða mistök. Svonefndur listi um „staðfastar þjóðir" var einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás," sagði formaðurinn í ræðu sinni. Hann er reyndar ekki eini stjórnmálamaðurinn í heiminum sem segir þetta um þessar mundir, því sífellt fleiri stjórnmálamenn hafa viðhaft svipuð eða sömu ummæli, og einkum þó í aðdraganda kosninga í viðkomandi löndum. Menn vilja gjarnan skella skuldinni á rangar upplýsingar hjá leyniþjónustum, en það er alveg ljóst að það þarf að komast til botns í þessu máli bæði hér heima og erlendis. Það er ekki síst nauðsynlegt vegna ástandsins í Írak um þessar mundir. Það kann að hafa verið of dýru verði keypt að koma höndum yfir Saddam Hussein, þann ófyrirleitna einræðisherra, með innrásinni og menn hafa í blindni trúað öllu sem ráðamenn í Bandaríkjunum sögðu um málið í aðdraganda hennar. Jón Sigurðsson sýnir kjark og dirfsku með því að tala hreint út um þetta mál á þann hátt sem allir skilja. En það er ekki nóg að hann tali hreint út, forystumenn hins stjórnarflokksins verða líka að tala hreint út um málið. Það var undir forystu þeirra manns í ríkisstjórn sem þetta mál kom upp, þeir þurfa því líka, ekki síður en Framsóknarmenn, að taka til máls. Að undanförnu í aðdraganda prófkjara Sjálfstæðisflokksins, hefur Fréttablaðið beint spurningum um Íraksstríðið og aðdraganda þess til prófkjörskandídata Sjálfstæðisflokksins og fengið ýmis svör - sum mjög loðin svo ekki sé meira sagt. Það væri hreinlegast og best fyrir alla, að öll spilin í þessu máli væru lögð á borðið og að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra skýrðu frá því opinberlega í smáatriðum hver aðdragandi þessa máls var og gangur þess í stjórnkerfinu. Það væri öllum til góðs. Þetta uppgjör Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, um helgina eitt og sér verður varla til þess að rétta hlut flokksins í þeirri baráttu sem framundan er fyrir kosningarnar næsta vor. Því eins og hann sagði í ræðu sinni verður baráttan hörð: „Hún verður þrekvinna og langhlaup."
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun