Ampop siglir til tunglsins 18. nóvember 2006 09:00 Hljómsveitin Ampop er að gefa út sína fjórðu plötu, Sail to the Moon. Hljómsveitin Ampop gefur út sína fjórðu plötu, Sail to the Moon, á þriðjudag. Platan fylgir eftir vinsældum My Delusions sem kom út seint á síðasta ári. Titillagið My Delusions sló rækilega í gegn hér á landi og fékk það jafnframt mikla athygli í Bretlandi. Vakti lagið mikla athygli á Ampop, sem fram að því hafði verið þekktari fyrir fikt sitt við raftónlist en hreinræktað popp í anda Bítlanna.Fóru upp í sveitKjartan F. Ólafsson, hljómborðs-leikari Ampop, viðurkennir að platan sé nokkurs konar rökrétt framhald af síðustu plötu. „Við vorum ekkert að leggja upp með neitt kon-sept. Við vorum bara komnir með það mikið efni að við vildum skella saman í plötu. Við tókum „session“ úti í sveit og fórum saman í Skálholt og til Seyðisfjarðar þar sem við einangruðum okkur aðeins,“ segir Kjartan. Hann bætir því við að nýja platan hafi verið unnin töluvert öðruvísi en My Delusions. „Þá unnum við þetta ákveðnar og vorum öruggari með það sem við ætluðum að gera. Núna fengum við tækifæri til að vinna með þeim sem við vildum og Arnar Helgi kom inn sem upptökustjóri eins og á síðustu plötu,“ segir hann. Fengu góða aðstoðStrákarnir fengu einnig Palla, fyrrum gítarleikara Maus og núverandi meðlim Fræs, til að útsetja strengi á þremur lögum á plötunni og gekk samstarfið við hann afar vel. Einnig fengu þeir þá Badda, Ella og Ásgeir úr Jeff Who? til að syngja bakraddir í laginu Gets Me Down, sem er þegar farið að hljóma í útvarpi. „Þetta er elsta lagið á plötunni en það passaði ekki inn á My Delusions. Við kláruðum upptökurnar með því að fá þá í partí og síðan hlustuðum við á plötuna saman,“ segir Kjartan. Til New York og L.A.Útgáfutónleikar Ampop verða haldnir á Nasa föstudaginn 24. nóvember. Þetta verða síðustu tónleikarnir hjá þríeykinu hér á landi í langan tíma enda er hljómsveitin að leggjast í víking strax eftir áramót. Í janúar mun Ampop spila í New York og Los Angeles. Mun sveitin meðal annars spila á hinum goðsagnakennda tónleikastað Mercury Lounge í New York. Í febrúar heldur sveitin síðan tónleika í London.Miðaverð á útgáfutónleikana er 1.000 krónur auk miðagjalds. Forsala fer fram í verslunum Skífunnar og á midi.is. Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Ampop gefur út sína fjórðu plötu, Sail to the Moon, á þriðjudag. Platan fylgir eftir vinsældum My Delusions sem kom út seint á síðasta ári. Titillagið My Delusions sló rækilega í gegn hér á landi og fékk það jafnframt mikla athygli í Bretlandi. Vakti lagið mikla athygli á Ampop, sem fram að því hafði verið þekktari fyrir fikt sitt við raftónlist en hreinræktað popp í anda Bítlanna.Fóru upp í sveitKjartan F. Ólafsson, hljómborðs-leikari Ampop, viðurkennir að platan sé nokkurs konar rökrétt framhald af síðustu plötu. „Við vorum ekkert að leggja upp með neitt kon-sept. Við vorum bara komnir með það mikið efni að við vildum skella saman í plötu. Við tókum „session“ úti í sveit og fórum saman í Skálholt og til Seyðisfjarðar þar sem við einangruðum okkur aðeins,“ segir Kjartan. Hann bætir því við að nýja platan hafi verið unnin töluvert öðruvísi en My Delusions. „Þá unnum við þetta ákveðnar og vorum öruggari með það sem við ætluðum að gera. Núna fengum við tækifæri til að vinna með þeim sem við vildum og Arnar Helgi kom inn sem upptökustjóri eins og á síðustu plötu,“ segir hann. Fengu góða aðstoðStrákarnir fengu einnig Palla, fyrrum gítarleikara Maus og núverandi meðlim Fræs, til að útsetja strengi á þremur lögum á plötunni og gekk samstarfið við hann afar vel. Einnig fengu þeir þá Badda, Ella og Ásgeir úr Jeff Who? til að syngja bakraddir í laginu Gets Me Down, sem er þegar farið að hljóma í útvarpi. „Þetta er elsta lagið á plötunni en það passaði ekki inn á My Delusions. Við kláruðum upptökurnar með því að fá þá í partí og síðan hlustuðum við á plötuna saman,“ segir Kjartan. Til New York og L.A.Útgáfutónleikar Ampop verða haldnir á Nasa föstudaginn 24. nóvember. Þetta verða síðustu tónleikarnir hjá þríeykinu hér á landi í langan tíma enda er hljómsveitin að leggjast í víking strax eftir áramót. Í janúar mun Ampop spila í New York og Los Angeles. Mun sveitin meðal annars spila á hinum goðsagnakennda tónleikastað Mercury Lounge í New York. Í febrúar heldur sveitin síðan tónleika í London.Miðaverð á útgáfutónleikana er 1.000 krónur auk miðagjalds. Forsala fer fram í verslunum Skífunnar og á midi.is.
Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira