Er gullöldin að líða undir lok? 17. nóvember 2006 09:30 The Game Spjarar sig ágætlega án 50 Cent og Dr. Dre. Það hefur farið minna fyrir hiphop-tónlist á plötusölulistum í ár heldur en undanfarin ár. Nú eru hins vegar að koma út nýjar plötur með nokkrum af stærstu nöfnunum í rappinu. Vesturstrandarrapparinn The Game sendi frá sér plötu númer tvö, The Doctor's Advocate, nú í vikunni og í næstu viku koma nýjar plötur frá Snoop Dogg og Jay-Z. Trausti Júlíusson tók stöðuna. Undanfarin ár hafa mest seldu plöturnar vestanhafs verið hip-hop-plötur. Mest hefur farið fyrir Eminem og 50 Cent, en fleiri hafa náð að selja mjög vel. Árið 2006 hefur enn ekki skilað neinni hip-hop-metsöluplötu. Það gæti þó breyst þar sem nokkrar stórar útgáfur koma út þessa dagana. P. Diddy sendi nýlega frá sér plötuna Press Play sem fór beint á toppinn á Billboard-listanum og nú í vikunni kom út ný plata með The Game.Slettist upp á vinskapinn við Dr. DreJay Z Kóngurinn gat ekki haldið sig frá tónlistinni.The Game heitir réttu nafni Jayceon Taylor og kemur frá hinu alræmda Compton-hverfi í Los Angeles. Hann sló í gegn með plötunni The Documentary sem kom út í fyrra. Fín plata sem var unnin undir stjórn Dr. Dre og 50 Cent. The Game (fékk í sig 5 byssuskot 2001) og 50 Cent (9 skot í kroppinn 2000) voru mestu mátar þangað til The Game neitaði að taka afstöðu með 50 í deilum hans við Nas, Jadakiss og fleiri rappara. Þá sparkaði 50 honum úr G-Unit klíkunni. Dr. Dre sem var maðurinn á bak við velgengni bæði 50 Cent og The Game fékk þá til að sættast, en The Game réði ekki við sig og hæddist að G-Unit (sem hann kallaði G-Unot) á tónleikum sumarið 2005. Þá fór Dr. Dre í fýlu og nýja platan, The Doctor's Advocate, er þess vegna gerð algerlega án hans aðstoðar. Ósvikið vesturstrandarrappÞó að The Doctor's Advocate sé gerð án Dr. Dre þá er samt fullt af frægum upptökustjórum á henni, þ.á.m. Just Blaze, Scott Storch, Kanye West, will.i.am og Swizz Beatz. Og Nas, Snoop Dogg, Xzibit og Jamie Foxx eru á meðal gesta. The Game hefur flotta rödd og gott flæði, en hann hefur aldrei verið sérstaklega orðlipur. Textarnir eru frekar grunnir og einhæfir og fjalla aðallega um tíkur og krónik. Tónlistin er hins vegar ósvikið vesturstrandarrapp, hæfilega G-fönk skotin og dansvæn. Ekki alveg jafn vel heppnuð plata og The Documentary, en fín samt. Eins og margir muna þá sat The Game á hrúgu af bíldekkjum framan á umslaginu á The Documentary. Hann situr líka á dekkjahrúgu framan á nýju plötunni. Hvað ætli sé málið með þessi bíldekk? Jay-Z hættir við að hættaNew York rappkóngurinn Jay-Z tilkynnti eins og kunnugt er að hann væri hættur að búa til tónlist eftir gerð The Black Album árið 2003. Hann ætlaði að einbeita sér að því að stýra Def Jam útgáfunni og fatamerkinu Rocawear (sem velti 300 milljónum dollara 2004). Hann gat hins vegar ekki haldið sig frá tónlistinni og ný plata með honum, Kingdom Come, er væntanleg í næstu viku. Jay-Z er einn af færustu röppurum sögunnar. Hann er frægur fyrir það að skrifa aldrei rímurnar sínar niður á blað. Hann geymir þær í hausnum og svo rennur snilldin upp úr honum þegar á þarf að halda.Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West, The Neptunes og Swizz Beatz eru á meðal upptökustjóra á Kingdom Come og Pharrell, Usher, Beyoncé og John Legend á meðal gesta. Ekkert af þessu kemur sérstaklega á óvart. Það gerir hins vegar söngvarinn í síðasta laginu: Chris Martin. Það er margt mjög flott á Kingdom Come. Ekki samt lokalagið.Snoop, Nas og Eminem með nýjar plöturOg það er von á fleiri stórum hip-hop-plötum á árinu. Snoop er með nýja plötu í næstu viku, nýju Nas-plötunni hefur verið frestað, en hún á samt að koma í desember og svo kemur ný plata frá Eminem, The Re-Up, 4. desember. Það er mix-plata unnin af DJ Whoo-Kid með fullt af nýju Eminem-efni... Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það hefur farið minna fyrir hiphop-tónlist á plötusölulistum í ár heldur en undanfarin ár. Nú eru hins vegar að koma út nýjar plötur með nokkrum af stærstu nöfnunum í rappinu. Vesturstrandarrapparinn The Game sendi frá sér plötu númer tvö, The Doctor's Advocate, nú í vikunni og í næstu viku koma nýjar plötur frá Snoop Dogg og Jay-Z. Trausti Júlíusson tók stöðuna. Undanfarin ár hafa mest seldu plöturnar vestanhafs verið hip-hop-plötur. Mest hefur farið fyrir Eminem og 50 Cent, en fleiri hafa náð að selja mjög vel. Árið 2006 hefur enn ekki skilað neinni hip-hop-metsöluplötu. Það gæti þó breyst þar sem nokkrar stórar útgáfur koma út þessa dagana. P. Diddy sendi nýlega frá sér plötuna Press Play sem fór beint á toppinn á Billboard-listanum og nú í vikunni kom út ný plata með The Game.Slettist upp á vinskapinn við Dr. DreJay Z Kóngurinn gat ekki haldið sig frá tónlistinni.The Game heitir réttu nafni Jayceon Taylor og kemur frá hinu alræmda Compton-hverfi í Los Angeles. Hann sló í gegn með plötunni The Documentary sem kom út í fyrra. Fín plata sem var unnin undir stjórn Dr. Dre og 50 Cent. The Game (fékk í sig 5 byssuskot 2001) og 50 Cent (9 skot í kroppinn 2000) voru mestu mátar þangað til The Game neitaði að taka afstöðu með 50 í deilum hans við Nas, Jadakiss og fleiri rappara. Þá sparkaði 50 honum úr G-Unit klíkunni. Dr. Dre sem var maðurinn á bak við velgengni bæði 50 Cent og The Game fékk þá til að sættast, en The Game réði ekki við sig og hæddist að G-Unit (sem hann kallaði G-Unot) á tónleikum sumarið 2005. Þá fór Dr. Dre í fýlu og nýja platan, The Doctor's Advocate, er þess vegna gerð algerlega án hans aðstoðar. Ósvikið vesturstrandarrappÞó að The Doctor's Advocate sé gerð án Dr. Dre þá er samt fullt af frægum upptökustjórum á henni, þ.á.m. Just Blaze, Scott Storch, Kanye West, will.i.am og Swizz Beatz. Og Nas, Snoop Dogg, Xzibit og Jamie Foxx eru á meðal gesta. The Game hefur flotta rödd og gott flæði, en hann hefur aldrei verið sérstaklega orðlipur. Textarnir eru frekar grunnir og einhæfir og fjalla aðallega um tíkur og krónik. Tónlistin er hins vegar ósvikið vesturstrandarrapp, hæfilega G-fönk skotin og dansvæn. Ekki alveg jafn vel heppnuð plata og The Documentary, en fín samt. Eins og margir muna þá sat The Game á hrúgu af bíldekkjum framan á umslaginu á The Documentary. Hann situr líka á dekkjahrúgu framan á nýju plötunni. Hvað ætli sé málið með þessi bíldekk? Jay-Z hættir við að hættaNew York rappkóngurinn Jay-Z tilkynnti eins og kunnugt er að hann væri hættur að búa til tónlist eftir gerð The Black Album árið 2003. Hann ætlaði að einbeita sér að því að stýra Def Jam útgáfunni og fatamerkinu Rocawear (sem velti 300 milljónum dollara 2004). Hann gat hins vegar ekki haldið sig frá tónlistinni og ný plata með honum, Kingdom Come, er væntanleg í næstu viku. Jay-Z er einn af færustu röppurum sögunnar. Hann er frægur fyrir það að skrifa aldrei rímurnar sínar niður á blað. Hann geymir þær í hausnum og svo rennur snilldin upp úr honum þegar á þarf að halda.Dr. Dre, Just Blaze, Kanye West, The Neptunes og Swizz Beatz eru á meðal upptökustjóra á Kingdom Come og Pharrell, Usher, Beyoncé og John Legend á meðal gesta. Ekkert af þessu kemur sérstaklega á óvart. Það gerir hins vegar söngvarinn í síðasta laginu: Chris Martin. Það er margt mjög flott á Kingdom Come. Ekki samt lokalagið.Snoop, Nas og Eminem með nýjar plöturOg það er von á fleiri stórum hip-hop-plötum á árinu. Snoop er með nýja plötu í næstu viku, nýju Nas-plötunni hefur verið frestað, en hún á samt að koma í desember og svo kemur ný plata frá Eminem, The Re-Up, 4. desember. Það er mix-plata unnin af DJ Whoo-Kid með fullt af nýju Eminem-efni...
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira