Í bolla hafið bjarta 17. nóvember 2006 11:00 An Other Cup Yusuf Þeir sem eitt sinn voru unglingastjörnur geta átt í miklum erfiðleikum með að höndla lífið og ná jarðsambandi á ný. Breti af grískum ættum valdi sér á sjöunda áratugnum listmannasnafnið Cat Stevens og náði sem slíkur miklum vinsældum, kom fótum undir plötufyrirtækið Island, var umvafinn fögrum konum og mikilli velsæld en koksaði á öllu á frægum konsert í Aþenu og gekk af sviðinu. Leið og beið og Yusuf birtist, hann hafði tekið nýja trú, sneri sér að kennslu barna og hafði hægt um sig lengi lengi. Nú er hann kominn með nýjan disk, tólf laga safn, efni að mestu frumsamið, þótt þar fljóti með gamli slagarinn Dont let me be misunderstood sem fær í meðförum hans nýja og stærri vídd, ekki síst vegna trúarinnar. Ekki er að efa að átök milli múslima og hins kristna heims urðu til þess að Yusuf sneri aftur. Tónlistin hans, þýður söngur, afbragðs undirleikur og lagstúfar sem eru fjölbreytilegir og sækja um margt í tónlist Miðjarðarhafsins, er hreint afbragð. Söngtextar hans hafa á sér snið hinnar víðu heimspekilegu hugsunar sem einkennir ljóðagerð íslams: á framhlið disksins er hvítur bolli með bláu hafi, líkingin um bikarinn er sterk: við erum ekki annað en ílát – hvað er í okkur hellt. Það var gaman að rifja upp kynni við þennan látlausa lagasmið sem hendist ekki hátt í orðum en velur þau af kostgæfni, andinn er svipaður og áður, kærleikur streymir um og allt er þetta ljúft, án þess að verða væmið, blygðunarlaust í erindi sínu. Og allt er þetta merki þess að manninum hafi tekist að eldast sæmilega. Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þeir sem eitt sinn voru unglingastjörnur geta átt í miklum erfiðleikum með að höndla lífið og ná jarðsambandi á ný. Breti af grískum ættum valdi sér á sjöunda áratugnum listmannasnafnið Cat Stevens og náði sem slíkur miklum vinsældum, kom fótum undir plötufyrirtækið Island, var umvafinn fögrum konum og mikilli velsæld en koksaði á öllu á frægum konsert í Aþenu og gekk af sviðinu. Leið og beið og Yusuf birtist, hann hafði tekið nýja trú, sneri sér að kennslu barna og hafði hægt um sig lengi lengi. Nú er hann kominn með nýjan disk, tólf laga safn, efni að mestu frumsamið, þótt þar fljóti með gamli slagarinn Dont let me be misunderstood sem fær í meðförum hans nýja og stærri vídd, ekki síst vegna trúarinnar. Ekki er að efa að átök milli múslima og hins kristna heims urðu til þess að Yusuf sneri aftur. Tónlistin hans, þýður söngur, afbragðs undirleikur og lagstúfar sem eru fjölbreytilegir og sækja um margt í tónlist Miðjarðarhafsins, er hreint afbragð. Söngtextar hans hafa á sér snið hinnar víðu heimspekilegu hugsunar sem einkennir ljóðagerð íslams: á framhlið disksins er hvítur bolli með bláu hafi, líkingin um bikarinn er sterk: við erum ekki annað en ílát – hvað er í okkur hellt. Það var gaman að rifja upp kynni við þennan látlausa lagasmið sem hendist ekki hátt í orðum en velur þau af kostgæfni, andinn er svipaður og áður, kærleikur streymir um og allt er þetta ljúft, án þess að verða væmið, blygðunarlaust í erindi sínu. Og allt er þetta merki þess að manninum hafi tekist að eldast sæmilega.
Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira