Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram.
Einn annar leikmaður í efstu deild var dæmdur í bann í gær en það var Hjörleifur Þórðarson, leikmaður ÍR, sem var dæmdur í eins leiks bann. Handknattleiksdeild Hauka fékk síðan tuttugu þúsund króna sekt vegna hegðunar forráðamanns í leik Hauka 2 og Gróttu.- hbg