Segjast ekki láta kúga sig 16. nóvember 2006 06:00 Hátíðahöld Kýpur-Tyrkja Mehmet Ali Talat, forseti tyrkneska hluta Kýpur, skoðar herafla Kýpur-Tyrkja ásamt Mehmet Eros, yfirmanni tyrkneska hersins, við hátíðahöldin í Nikosíu í gær, sem haldin voru í tilefni þess að 23 ár eru liðin frá því AÐ Kýpur-Tyrkir lýstu yfir sjálfstæði.fréttablaðið/AFP MYND/AFP „Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul. Erlent Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
„Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul.
Erlent Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira