Petula Clark til landsins í desember 15. nóvember 2006 11:30 Petula Clark Er söluhæsta söngkona Breta fyrr og síðar en hún hefur selt yfir sjötíu milljónir platna. Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira