Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal 15. nóvember 2006 17:00 ragnheiður gröndal Söngkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, Þjóðlög. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira