Ástlaust hjónaband 15. nóvember 2006 06:00 Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Sjálfur er ég hamingjusamlega kvæntur og elska konuna mína og reikna með að það sé gagnkvæmt. Hef reyndar ekki spurt hana að því síðastliðin ár, en í ljósi augljósra mannkosta og sjarma, þá hlýt ég að gera ráð fyrir því. Ef ekki, þá á ég alltaf uppi í erminni að ég er svakalega góður skaffari. Ég fylgist aðeins með einu ástlausu hjónabandi á markaðnum. Það eru engin sérstök átök á ferðinni, en hvorugur er sérstaklega ánægður. Þetta hjónaband er Straumur-Burðarás. Ég er lengi búinn að spá uppskiptum eða að annaðhvort Björgólfur Thor eða FL selji sig út og taki einhverjar eignir með sér. Eða eitthvert barnanna, svo haldið sé áfram með hjónabandslíkinguna. Mér finnst líklegast að FL fari út og taki Finnair með sér. Það væri ekkert óskynsamlegt og meira á þeirra sviði en Björgólfs. Það eru sennilega fleiri ástæður en aðgerðarlítið ástleysi þarna á ferðinni. Mér finnst líklegt að Fjármálaeftirlitið sé ekkert afskaplega hrifið af þessu hjónabandi. Líti svo á að það sé ekki heppilegt að stórir hluthafar í sitthvorum bankanum séu saman í þeim þriðja. Þar fyrir utan er þetta samband gjörsamlega tilgangslaust. FL búið að ná markmiðum og stækka sitt félag og sennilega fyrir þeim bara spurning um að komast tjónlaust frá þessu. Þetta verður leyst einhvernveginn og bara spurning hvar er skynsamlegast að setja sig niður og reyna að græða á þessu. Annars finnst mér einhver helvítis taugaveiklun í gangi. Ég létti a.m.k. á erlendum skuldum í síðustu viku. Danska bullið hefur einhver áhrif og svo eru bara nógir til að túlka allt sem kemur fram okkur í óhag. Þannig er bara stemningin og þeir sem þurftu að éta ofan í sig bullið í vor nota hvert tækifæri til að sýna að þeir hafi haft eitthvað til síns máls. Mér fannst reyndar sniðugt að sjá svart á hvítu að Merrill Lynch er á móti stórum fjárfestingarverkefnum. Þannig hefur Landsbankinn einbeitt sér að innri vexti og innlánum og nýtur þess á meðan Glitnir sem hagnast vel á Icelandair og kemst í feitan pakka í House of Frasier fær skammir fyrir. Jæja það verður hver að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en ég efast um að greinandi Merrill Lynch hafi nokkurn tímann grætt á nokkrum hlut. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira