Bretar spara í LÍ 15. nóvember 2006 09:30 Sigurjón Árnason er ánægður með árangurinn í Bretlandi. MYND/GVA Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira