Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum 15. nóvember 2006 07:30 Morgunblaðið. Tæplega hálfs milljarðs viðsnúningur til hins verra varð á rekstri útgáfufélagsins Árvakurs í fyrra. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, tapaði 187 milljónum króna í fyrra samanborið við 358 milljóna króna hagnað árið áður. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fimm rekstrarárum sem tap verður á rekstri fyrirtækisins. Rekstrartekjur félagsins námu 3.262 milljónum króna og drógust saman um 7,5 prósent á milli ára. Mestu munar um að árið 2004 féll til söluhagnaður af fasteign við Kringlu. Að öðru leyti jukust tekjur Árvakurs af hefðbundinni starfsemi, svo sem áskriftar- og auglýsingasölu, prentun og dreifingu. Lausasala blaðsins dróst hins vegar saman um átta prósent. Rekstargjöld námu 3.329 milljónum króna og hækkuðu um 8,6 prósent frá fyrra ári. Launakostnaður, sem er vel rúmur helmingur af útgjöldum, hækkaði um fimm prósent. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna samanborið við tæplega 462 milljóna króna rekstarhagnað árið 2004. Eignir Árvakurs stóðu í rúmum 3,7 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um tæpt prósent. Meðal eigna er helmingshlutur í Ár og degi, útgáfufélagi Blaðsins, sem var bókfærður á 115 milljónir króna. Hluturinn var keyptur í árslok 2005 en samkvæmt skilmálum í kaupsamningi getur kaupverðið orðið allt að 250 milljónir króna til ársins 2008. Eigið fé félagsins var 1.232 milljónir króna í lok árs 2005 og dróst saman um 9,5 prósent. Eiginfjárhlutfall var því yfir 33 prósent. Í lok árs var Útgáfufélagið Valtýr stærsti hluthafinn með 21 prósents hlut en nokkrar breytingar hafa orðið á eigendahópi Árvakurs í ár. Meðal annars hafa stærstu hluthafarnir, Valtýr og félög í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Straums-Burðaráss, styrkt stöðu sína. Þá keypti Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, átta prósenta hlut í Árvakri á dögunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, tapaði 187 milljónum króna í fyrra samanborið við 358 milljóna króna hagnað árið áður. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fimm rekstrarárum sem tap verður á rekstri fyrirtækisins. Rekstrartekjur félagsins námu 3.262 milljónum króna og drógust saman um 7,5 prósent á milli ára. Mestu munar um að árið 2004 féll til söluhagnaður af fasteign við Kringlu. Að öðru leyti jukust tekjur Árvakurs af hefðbundinni starfsemi, svo sem áskriftar- og auglýsingasölu, prentun og dreifingu. Lausasala blaðsins dróst hins vegar saman um átta prósent. Rekstargjöld námu 3.329 milljónum króna og hækkuðu um 8,6 prósent frá fyrra ári. Launakostnaður, sem er vel rúmur helmingur af útgjöldum, hækkaði um fimm prósent. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna samanborið við tæplega 462 milljóna króna rekstarhagnað árið 2004. Eignir Árvakurs stóðu í rúmum 3,7 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um tæpt prósent. Meðal eigna er helmingshlutur í Ár og degi, útgáfufélagi Blaðsins, sem var bókfærður á 115 milljónir króna. Hluturinn var keyptur í árslok 2005 en samkvæmt skilmálum í kaupsamningi getur kaupverðið orðið allt að 250 milljónir króna til ársins 2008. Eigið fé félagsins var 1.232 milljónir króna í lok árs 2005 og dróst saman um 9,5 prósent. Eiginfjárhlutfall var því yfir 33 prósent. Í lok árs var Útgáfufélagið Valtýr stærsti hluthafinn með 21 prósents hlut en nokkrar breytingar hafa orðið á eigendahópi Árvakurs í ár. Meðal annars hafa stærstu hluthafarnir, Valtýr og félög í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Straums-Burðaráss, styrkt stöðu sína. Þá keypti Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, átta prósenta hlut í Árvakri á dögunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira