Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið 14. nóvember 2006 06:00 Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira