Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal 14. nóvember 2006 06:30 Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. Magnús samdi talsvert af sönglögum en kunnast þeirra er hin erfiða voacalísa Sveitin milli sanda sem hefur komið út í fjölda gerða eftir að Elly Vilhjálms söng hana fyrst. Safndiskur Ásgerðar er áframhald á þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að eigin frumkvæði. Mörgum er í minni diskur hennar sem geymdi safn af nýjum sönglögum kvenskálda og kventónskálda sem Smekkleysa gaf út fyrir fáum árum og söngkonan fékk mikið lof fyrir. Ásgerður flutti í vor sem leið nokkur lög af þessu safni á minningarkvöldi um Magnús en í vinnslu er heimildarmynd um feril þessa merka tónskálds og fyrirhuguð útgáfa á verkum hans á vegum Smekkleysu. Er diskur Ásgerðar hluti af því plani. Alls eru 18 verk á disknum. Og að auki verða fimm „remix" af vocalísum Magnúsar eftir unga tónlistarmenn: þeirra Áka Ásgeirssonar, Þóru Marteinsdóttur, Davíðs Brynjars Franzsonar, Þuríðar Jónsdóttur, Einars Arnar Benediktssonar og Bibba Curver. Það er Árni Heimir Ingólfsson sem leikuyr undir söng Ásgerðar á píanó, en Þórhallur Steingrímsson á harmoníum og orgel. Upptökur fóru fram í Salnum og í Neskirkju. Diskurinn er væntanlegur til landsins. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður. Magnús samdi talsvert af sönglögum en kunnast þeirra er hin erfiða voacalísa Sveitin milli sanda sem hefur komið út í fjölda gerða eftir að Elly Vilhjálms söng hana fyrst. Safndiskur Ásgerðar er áframhald á þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að eigin frumkvæði. Mörgum er í minni diskur hennar sem geymdi safn af nýjum sönglögum kvenskálda og kventónskálda sem Smekkleysa gaf út fyrir fáum árum og söngkonan fékk mikið lof fyrir. Ásgerður flutti í vor sem leið nokkur lög af þessu safni á minningarkvöldi um Magnús en í vinnslu er heimildarmynd um feril þessa merka tónskálds og fyrirhuguð útgáfa á verkum hans á vegum Smekkleysu. Er diskur Ásgerðar hluti af því plani. Alls eru 18 verk á disknum. Og að auki verða fimm „remix" af vocalísum Magnúsar eftir unga tónlistarmenn: þeirra Áka Ásgeirssonar, Þóru Marteinsdóttur, Davíðs Brynjars Franzsonar, Þuríðar Jónsdóttur, Einars Arnar Benediktssonar og Bibba Curver. Það er Árni Heimir Ingólfsson sem leikuyr undir söng Ásgerðar á píanó, en Þórhallur Steingrímsson á harmoníum og orgel. Upptökur fóru fram í Salnum og í Neskirkju. Diskurinn er væntanlegur til landsins.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira