Fleiri gesti – takk 14. nóvember 2006 08:00 Tónlist Bergur Ingólfsson sem Charlie Chaplin á tónleikum SÍ á laugardag. Frettablaðið/heiða Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira