Andstæða forverans 10. nóvember 2006 04:00 Gates og Bush Væntanlegur varnarmálaráðherra ásamt forseta Bandaríkjanna. MYNF/AFP Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M. Erlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M.
Erlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira