Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli 10. nóvember 2006 09:30 Sarah Assbring eða El Perro Del Mar hefur vakið lukku á árinu fyrir dramatíska og íburðarmikla popptónlist sína. Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. Ef Svíar eru þekktir fyrir eitthvað þrennt þá er það án efa ljóst hár, örugga bíla og frábært popp. Síðastnefndi þátturinn hefur einmitt verið að blómstra um þessar mundir enda vita allir sem til þekkja að besta tónlist Norðurlandanna er að finna í þessu fallega landi (en ekki á Íslandi og hafiði það!). Dans- og elektrósenan hefur verið afar blómleg og frá Svíþjóð hefur einnig verið að koma eitt það almerkilegasta sem finna má í skynsamlegu poppi, og er Peter, Björn & John og Jens Lekman án efa bestu dæmin. Sænsku stelpurnar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Þrjár þeirra hafa sem dæmi gefið út afar frambærilegar poppplötur á árinu sem allar eru þó gjörólíkar. Stelpurnar eiga það þó sameiginlegt að vinna nær alla sína tónlist sjálfar, þar á meðal að sjá upptöku og spila á flest hljóðfærin.Sú poppaðaEfnileg Britta Persson er ein efnilegasta tónlistarkona Svía um þessar mundir. mynd/Märta ThisnerÞekktust þessara þremenninga er án efa Jenny Wilson (sem átti að spila á Airwaves í ár en forfallaðist). Jenny hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð undanfarin ár en erlendis hefur hún kannski helst verið þekkt fyrir að hafa sungið í laginu You Take Me Breathe Away. Í ár kom síðan út platan Love and Youth sem hefur verið að fá frábæra dóma víðast hvar, meðal annars fjórar stjörnur hjá Mojo. Rödd Jenny er þar í fyrrúmi en undir krauma fallegar poppmelódíur með ýmsum hljóðgervlahljóðum og öðru skreytingum, mætti jafnvel kalla þetta blöndu af Kate Bush og hæfilegum skammti af R"n"B. Í ár var Jenny síðan verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sænsku Grammy-verðlaunahátíðinni. Sú dramatískaÖnnur fríð og fallega sænsk stúlka, og góðvinkona Jenny, sem gert hefur góða hluti á árinu er Sarah Assbring. Hún er reyndar þekktust undir listamannsnafninu sínu El Perro Del Mar (Sæhundurinn). Plata, samnefnd henni, kom út á árinu hjá Memphis Industries í Bretlandi (The Go Team og The Pipettes eru hjá því merki) og hefur sú plata jafnvel verið að fá enn betri dóma en plata Jennyjar, meðal annars hjá hinum snobbaða en ofurvirta tónlistarnetmiðli Pitchfork. Tónlist El Perro er mun afturhaldssamari en tónlist Jennyjar og leitar hún í smiðju stúlknasveita frá sjöunda áratugnum. El Perro er samt lítið að herma eftir og er ekki nærri eins poppuð. Tónlist hennar er alveg sér á báti, þó að hljóðheimur hennar virðist kunnuglegur. El Perro er einnig góðvinur Jens Lekman og mun hann meðal annars taka upp næstu plötu sína í stúdíó hennar í Gautaborg. Sú einlægaNýjasta prinsessan úr sænsku poppi er hin 23 ára Britta Persson frá Uppsölum. Nýlega kom út platan Top Quality Bones and a Little Terrorist og í vikunni fékk hún meðal annars toppeinkunn hjá Stylus Magazine. Sjálf segir Britta að finna megi Gillian Welch, Mates of State og Elliott Smith í sér en þó eru áhrif söngkonunnar Cat Power og jafnvel Fleetwood Mac áberandi. Britta er án efa sú einlægasta ef stúlkunum þremur sem ég hef fjallað hér um, bjartari en El Perro Del Mar og einfaldari en Jenny. Að undanförnu hefur Britta síðan verið að hita upp fyrir hljómsveitina Grizzly Bear frá Brooklyn og er alveg ljóst að meira á eftir að heyrast frá þessu sænska fljóði á næstunni. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá. Ef Svíar eru þekktir fyrir eitthvað þrennt þá er það án efa ljóst hár, örugga bíla og frábært popp. Síðastnefndi þátturinn hefur einmitt verið að blómstra um þessar mundir enda vita allir sem til þekkja að besta tónlist Norðurlandanna er að finna í þessu fallega landi (en ekki á Íslandi og hafiði það!). Dans- og elektrósenan hefur verið afar blómleg og frá Svíþjóð hefur einnig verið að koma eitt það almerkilegasta sem finna má í skynsamlegu poppi, og er Peter, Björn & John og Jens Lekman án efa bestu dæmin. Sænsku stelpurnar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Þrjár þeirra hafa sem dæmi gefið út afar frambærilegar poppplötur á árinu sem allar eru þó gjörólíkar. Stelpurnar eiga það þó sameiginlegt að vinna nær alla sína tónlist sjálfar, þar á meðal að sjá upptöku og spila á flest hljóðfærin.Sú poppaðaEfnileg Britta Persson er ein efnilegasta tónlistarkona Svía um þessar mundir. mynd/Märta ThisnerÞekktust þessara þremenninga er án efa Jenny Wilson (sem átti að spila á Airwaves í ár en forfallaðist). Jenny hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð undanfarin ár en erlendis hefur hún kannski helst verið þekkt fyrir að hafa sungið í laginu You Take Me Breathe Away. Í ár kom síðan út platan Love and Youth sem hefur verið að fá frábæra dóma víðast hvar, meðal annars fjórar stjörnur hjá Mojo. Rödd Jenny er þar í fyrrúmi en undir krauma fallegar poppmelódíur með ýmsum hljóðgervlahljóðum og öðru skreytingum, mætti jafnvel kalla þetta blöndu af Kate Bush og hæfilegum skammti af R"n"B. Í ár var Jenny síðan verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sænsku Grammy-verðlaunahátíðinni. Sú dramatískaÖnnur fríð og fallega sænsk stúlka, og góðvinkona Jenny, sem gert hefur góða hluti á árinu er Sarah Assbring. Hún er reyndar þekktust undir listamannsnafninu sínu El Perro Del Mar (Sæhundurinn). Plata, samnefnd henni, kom út á árinu hjá Memphis Industries í Bretlandi (The Go Team og The Pipettes eru hjá því merki) og hefur sú plata jafnvel verið að fá enn betri dóma en plata Jennyjar, meðal annars hjá hinum snobbaða en ofurvirta tónlistarnetmiðli Pitchfork. Tónlist El Perro er mun afturhaldssamari en tónlist Jennyjar og leitar hún í smiðju stúlknasveita frá sjöunda áratugnum. El Perro er samt lítið að herma eftir og er ekki nærri eins poppuð. Tónlist hennar er alveg sér á báti, þó að hljóðheimur hennar virðist kunnuglegur. El Perro er einnig góðvinur Jens Lekman og mun hann meðal annars taka upp næstu plötu sína í stúdíó hennar í Gautaborg. Sú einlægaNýjasta prinsessan úr sænsku poppi er hin 23 ára Britta Persson frá Uppsölum. Nýlega kom út platan Top Quality Bones and a Little Terrorist og í vikunni fékk hún meðal annars toppeinkunn hjá Stylus Magazine. Sjálf segir Britta að finna megi Gillian Welch, Mates of State og Elliott Smith í sér en þó eru áhrif söngkonunnar Cat Power og jafnvel Fleetwood Mac áberandi. Britta er án efa sú einlægasta ef stúlkunum þremur sem ég hef fjallað hér um, bjartari en El Perro Del Mar og einfaldari en Jenny. Að undanförnu hefur Britta síðan verið að hita upp fyrir hljómsveitina Grizzly Bear frá Brooklyn og er alveg ljóst að meira á eftir að heyrast frá þessu sænska fljóði á næstunni.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira