Óvissa þegar dómur fellur 4. nóvember 2006 08:15 Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun. Erlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun.
Erlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent