Á hlut í níu Eddu-tilnefningum 4. nóvember 2006 18:30 Ragnar Bragason Verk tengd honum eru tilnefnd til níu Eddu-verðlauna. MYND/Heiða Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. Ragnar viðurkenndi að þessi fjöldi tilnefninga hefði komið honum skemmtilega óvart. „Mikið gleðiefni fyrir alla þá sem tóku þátt í gerð Barna," sagði leikstjórinn sem lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með hversu margir leikarar Barna hefðu verið tilnefndir en þau Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir fengu öll sína tilnefninguna hvert. Kvikmyndin er nú sýnd á American Film Market þar sem þúsundir dreifingar-og sýningaraðila koma saman til að berjast um bestu bitana og vonaðist Ragnar eftir góðum árangri þar vestra. Ragnar og leikhópurinn Vesturport fóru óvenjulega leið þegar gerð Barna hófst því það getur reynst erfitt fyrir kvikmyndagerðarmann að fá styrk fyrir mynd sem nánast ekkert handrit er að. „Við byrjuðum því bara og treystum á yfirdrætti en þetta er nú aðferð sem ég myndi ekki mæla með," segir Ragnar en þegar tökur voru hafnar kom Kvikmyndamiðstöð Íslands inn í heildardæmið. Kostnaðurinn við gerð Barna var ekki hár, rúmar þrjátíu milljónir sem þykja ekki miklir peningar, jafnvel á íslenskan mælikvarða, en myndin hefur fengið frábæra dóma þótt aðsóknin hafi ekki verið neitt fagnaðarefni, alls fjórtán þúsund manns hafa séð hana í bíó. Ragnar viðurkenndi líka að vera eilítið vonsvikinn með aðsóknina en vonaðist hins vegar til að Eddu-tilnefningarnar yrðu til þess að fleiri sæju sér fært að skella sér á hana. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tilnefningar til Eddu-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudaginn og fullyrða má að verk tengd leikstjóranum Ragnari Bragasyni hafi staðið upp úr. Sjálfur er Ragnar tilnefndur til fjögurra verðlauna, eina tilnefningu hlaut hann sem leikstjóri ársins fyrir sjónvarpsþáttinn Stelpurnar og þrjár fyrir kvikmyndina Börn sem keppir við bæði Mýrina og Blóðbönd um titilinn besta kvikmynd ársins. Ragnar viðurkenndi að þessi fjöldi tilnefninga hefði komið honum skemmtilega óvart. „Mikið gleðiefni fyrir alla þá sem tóku þátt í gerð Barna," sagði leikstjórinn sem lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með hversu margir leikarar Barna hefðu verið tilnefndir en þau Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir fengu öll sína tilnefninguna hvert. Kvikmyndin er nú sýnd á American Film Market þar sem þúsundir dreifingar-og sýningaraðila koma saman til að berjast um bestu bitana og vonaðist Ragnar eftir góðum árangri þar vestra. Ragnar og leikhópurinn Vesturport fóru óvenjulega leið þegar gerð Barna hófst því það getur reynst erfitt fyrir kvikmyndagerðarmann að fá styrk fyrir mynd sem nánast ekkert handrit er að. „Við byrjuðum því bara og treystum á yfirdrætti en þetta er nú aðferð sem ég myndi ekki mæla með," segir Ragnar en þegar tökur voru hafnar kom Kvikmyndamiðstöð Íslands inn í heildardæmið. Kostnaðurinn við gerð Barna var ekki hár, rúmar þrjátíu milljónir sem þykja ekki miklir peningar, jafnvel á íslenskan mælikvarða, en myndin hefur fengið frábæra dóma þótt aðsóknin hafi ekki verið neitt fagnaðarefni, alls fjórtán þúsund manns hafa séð hana í bíó. Ragnar viðurkenndi líka að vera eilítið vonsvikinn með aðsóknina en vonaðist hins vegar til að Eddu-tilnefningarnar yrðu til þess að fleiri sæju sér fært að skella sér á hana.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira