Brjálæðislega fyndinn Borat 3. nóvember 2006 00:01 Sacha Baron Cohen Ali G - Borat Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kazakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og setti þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi. Þessi viðtalstækni sem er einnig eitt höfuðeinkenni Ali G skilar sér oft í því að viðmælendurnir, missa andlitið, afhjúpa sig og segja miklu meira um sjálfa sig en þeir ætla sér þegar þeir reyna að bregðast við spurningum sem eru gersamlega út úr kú samanborið við staðlaða nálgun sjónvarpsspyrla á viðmælendur sína. Borat sló í gegn í þáttum Ali G og fær nú að njóta sýn í heilli bíómynd sem hann stendur fullkomlega undir. Fígúran var iðulega drepfyndin í sjónvarpinu en hér nær Baron Cohen nýjum hæðum og Borat hefur aldrei verið betri en nú þegar hann ferðast um Bandaríkin með tökuvélina til þess að gera fræðsluþátt um heimsveldið. Borat er rétt kominn til Bandaríkjanna þegar hann sér Pamelu Anderson í sjónvarpinu og fellir strax hug til hennar. Vinnuferðin verður því að leit Borats að ástinni en hann leggur allt undir til þess að ná fundum sílíkongyðjunnar þar sem hann hefur ákveðið að biðja hennar, eða öllu heldur slá eign sinni á hana, eins og þeir gera í Kasakstan. Á ferð sinni tekur Borat Bandaríkjamenn tali og reynir að komast nær kjarna þjóðarsálarinnar og þó allt sé í handaskolum hjá honum og viðmælendur hafi takmarka þolinmæði gagnvart honum þá tekst honum ætlunarverkið ansi vel. Borat er gersneyddur allri pólitískri rétthugsun í nálgun sinni á viðfangsefnum og viðmælendur og myndin er sniðin til þess að henyksla og stuða. Það er að segja þá sem eru blindaðir heilagri vandlætingu á allt það sem er skoplegt í lífinu. Kasakstan, konur og gyðingar eru í röðum þeirra sem Borat fer niðrandi orðum um en það er þó varla hægt að tala um allt þetta fólk sem fórnarlömb. Tilgangurinn helgar meðalið og það eru fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem fá að kenna á beittu háðinu en sumir viðmælenda Borats hljóta að hafa íhugað það alvarlega að láta sig hverfa af yfirborði jarðar eftir að hafa afhjúpað fordóma sín og heimsku í samtölum við hann. Viðbrögð viðmælenda Borats, fíflagangurinn í honum og persónan í sjálfri sér gera Borat að einni fyndnustu gamanmynd síðari ára. Hvert geggjaða atriðið rekur annað í gegnum alla myndina sem er svo fyndin að maður nánast ælir af hlátri þegar mest gengur á. Þá er þessi mynd gædd þeirri náttúru að mann langar til þess að sjá hana umsvifalaust aftur þar sem maður man innan við helminginn af því sem fyrir augu ber þar sem heilastarfsemin hreinlega lamast í verstu hláturrokunum. Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kazakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og setti þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi. Þessi viðtalstækni sem er einnig eitt höfuðeinkenni Ali G skilar sér oft í því að viðmælendurnir, missa andlitið, afhjúpa sig og segja miklu meira um sjálfa sig en þeir ætla sér þegar þeir reyna að bregðast við spurningum sem eru gersamlega út úr kú samanborið við staðlaða nálgun sjónvarpsspyrla á viðmælendur sína. Borat sló í gegn í þáttum Ali G og fær nú að njóta sýn í heilli bíómynd sem hann stendur fullkomlega undir. Fígúran var iðulega drepfyndin í sjónvarpinu en hér nær Baron Cohen nýjum hæðum og Borat hefur aldrei verið betri en nú þegar hann ferðast um Bandaríkin með tökuvélina til þess að gera fræðsluþátt um heimsveldið. Borat er rétt kominn til Bandaríkjanna þegar hann sér Pamelu Anderson í sjónvarpinu og fellir strax hug til hennar. Vinnuferðin verður því að leit Borats að ástinni en hann leggur allt undir til þess að ná fundum sílíkongyðjunnar þar sem hann hefur ákveðið að biðja hennar, eða öllu heldur slá eign sinni á hana, eins og þeir gera í Kasakstan. Á ferð sinni tekur Borat Bandaríkjamenn tali og reynir að komast nær kjarna þjóðarsálarinnar og þó allt sé í handaskolum hjá honum og viðmælendur hafi takmarka þolinmæði gagnvart honum þá tekst honum ætlunarverkið ansi vel. Borat er gersneyddur allri pólitískri rétthugsun í nálgun sinni á viðfangsefnum og viðmælendur og myndin er sniðin til þess að henyksla og stuða. Það er að segja þá sem eru blindaðir heilagri vandlætingu á allt það sem er skoplegt í lífinu. Kasakstan, konur og gyðingar eru í röðum þeirra sem Borat fer niðrandi orðum um en það er þó varla hægt að tala um allt þetta fólk sem fórnarlömb. Tilgangurinn helgar meðalið og það eru fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem fá að kenna á beittu háðinu en sumir viðmælenda Borats hljóta að hafa íhugað það alvarlega að láta sig hverfa af yfirborði jarðar eftir að hafa afhjúpað fordóma sín og heimsku í samtölum við hann. Viðbrögð viðmælenda Borats, fíflagangurinn í honum og persónan í sjálfri sér gera Borat að einni fyndnustu gamanmynd síðari ára. Hvert geggjaða atriðið rekur annað í gegnum alla myndina sem er svo fyndin að maður nánast ælir af hlátri þegar mest gengur á. Þá er þessi mynd gædd þeirri náttúru að mann langar til þess að sjá hana umsvifalaust aftur þar sem maður man innan við helminginn af því sem fyrir augu ber þar sem heilastarfsemin hreinlega lamast í verstu hláturrokunum.
Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira