Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli 2. nóvember 2006 03:30 Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. MYND/Johannes Jansson/norden.org Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf. Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf.
Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira