Norðurlöndin 2. nóvember 2006 06:00 Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Kaupmannahöfn undanfarna daga og því lýkur í dag. Norðurlandaráð er rúmlega hálfrar aldar gamalt og þing þess eru árlegur viðburður, þar sem á annað hundrað þingmenn og ráðherrar bera saman bækur sínar og ræða málin. Utan Norðurlandanna hafa margar þjóðir litið öfundaraugum til starfs Norðurlandaráðs, sem af mörgum hefur verið talið mjög sérstakt í samskiptum þjóða, ekki síst fyrir daga Evrópusamrunans. Utanríkismál voru ekki mikið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs, en löndin komu sér samt saman um mörg og mikilvæg mál sem skiptu borgara þeirra miklu í daglega lífinu. Þarf ekki annað en minnast á sameiginlegt menntunar-, vinnu- og markaðssvæði í þessu sambandi, sem hefur skipt mjög miklu í áranna rás. Við Íslendingar höfum tekið þátt í Norðurlandasamstafinu og notið góðs af - höfum kannski löngum verið meiri þiggjendur en veitendur í þessum efnum. Ekki þarf annað en að vísa til þess hve margir Íslendingar hafa notið menntunar, og þá einkum framhaldsmenntunar, í skólum annars staðar á Norðurlöndum. Vegna þátttöku okkar í störfum Norðurlandaráðs var því tími til kominn að Íslendingur yrði valinn þar til æðstu trúnaðarstarfa. Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar var því mjög eðlileg ráðstöfun, sérstaklega í ljósi þess að þar er maður sem hefur í þrjátíu ár tekið virkan þátt í störfum ráðsins og þekkir starfsemi þess út og inn sem þingmaður, og síðar sérstaklega sem utanríkis- og forsætisráðherra. Finnar mega ekki fara í fýlu þótt Halldór Ásgrímsson hafi verið ráðinn í þessa stöðu, en þjóðirnar eiga það sameiginlegt að vera í útjöðrum Norðurlandanna og fáir utan heimalandanna tala tungumál þeirra. Það er því mikilvægt fyrir bæði Finna og Íslendinga að þeirra landsmenn gegni lykilstöðum innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Mörg og mikil verkefni blasa við Halldóri Ásgrímssyni þegar hann tekur við framkvæmdastjórastöðunni um áramót, því undir Norrænu ráðherranefndina heyra ótal stofnanir, auk þess sem hún er tengiliður við fjölmarga utan Norðurlandanna og margir vilja leita í smiðju þessara fimm landa, sem oft hafa verið talin fyrirmynd fyrir velferðarmál í heiminum. Starf Halldórs verður því líkt og fyrirrennara hans, bæði inn á við og í síauknum mæli út á við, til að treysta böndin við nágranna Norðurlandabúa, sérstaklega þó í austri. Við Íslendingar höfum reynt að rækja okkar næstu nágranna á vettvangi Norðurlandaráðs og í gær gekk í gildi Hoyvikssamningurinn svokallaði, sem kveður á um sameiginlegt markaðssvæði Íslands og Færeyja. Þá hefur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lýst áhuga sínum á að opnuð verði sendiskrifstofa Íslands í Færeyjum, sem yrði mikið framfaramál í samskiptum okkar við Færeyinga. Í þessum efnum þurfum við líka að líta í vesturátt til Grænlands og rækta samskiptin við Grænlendinga á sama hátt. Forgangsatriði í þeim efnum ætti að vera að halda uppi góðum og greiðum samgöngum milli landanna, því ef sú hlið mála er í lagi kemur annað oft af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun
Þing Norðurlandaráðs hefur staðið yfir í Kaupmannahöfn undanfarna daga og því lýkur í dag. Norðurlandaráð er rúmlega hálfrar aldar gamalt og þing þess eru árlegur viðburður, þar sem á annað hundrað þingmenn og ráðherrar bera saman bækur sínar og ræða málin. Utan Norðurlandanna hafa margar þjóðir litið öfundaraugum til starfs Norðurlandaráðs, sem af mörgum hefur verið talið mjög sérstakt í samskiptum þjóða, ekki síst fyrir daga Evrópusamrunans. Utanríkismál voru ekki mikið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs, en löndin komu sér samt saman um mörg og mikilvæg mál sem skiptu borgara þeirra miklu í daglega lífinu. Þarf ekki annað en minnast á sameiginlegt menntunar-, vinnu- og markaðssvæði í þessu sambandi, sem hefur skipt mjög miklu í áranna rás. Við Íslendingar höfum tekið þátt í Norðurlandasamstafinu og notið góðs af - höfum kannski löngum verið meiri þiggjendur en veitendur í þessum efnum. Ekki þarf annað en að vísa til þess hve margir Íslendingar hafa notið menntunar, og þá einkum framhaldsmenntunar, í skólum annars staðar á Norðurlöndum. Vegna þátttöku okkar í störfum Norðurlandaráðs var því tími til kominn að Íslendingur yrði valinn þar til æðstu trúnaðarstarfa. Ráðning Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, í stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar var því mjög eðlileg ráðstöfun, sérstaklega í ljósi þess að þar er maður sem hefur í þrjátíu ár tekið virkan þátt í störfum ráðsins og þekkir starfsemi þess út og inn sem þingmaður, og síðar sérstaklega sem utanríkis- og forsætisráðherra. Finnar mega ekki fara í fýlu þótt Halldór Ásgrímsson hafi verið ráðinn í þessa stöðu, en þjóðirnar eiga það sameiginlegt að vera í útjöðrum Norðurlandanna og fáir utan heimalandanna tala tungumál þeirra. Það er því mikilvægt fyrir bæði Finna og Íslendinga að þeirra landsmenn gegni lykilstöðum innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Mörg og mikil verkefni blasa við Halldóri Ásgrímssyni þegar hann tekur við framkvæmdastjórastöðunni um áramót, því undir Norrænu ráðherranefndina heyra ótal stofnanir, auk þess sem hún er tengiliður við fjölmarga utan Norðurlandanna og margir vilja leita í smiðju þessara fimm landa, sem oft hafa verið talin fyrirmynd fyrir velferðarmál í heiminum. Starf Halldórs verður því líkt og fyrirrennara hans, bæði inn á við og í síauknum mæli út á við, til að treysta böndin við nágranna Norðurlandabúa, sérstaklega þó í austri. Við Íslendingar höfum reynt að rækja okkar næstu nágranna á vettvangi Norðurlandaráðs og í gær gekk í gildi Hoyvikssamningurinn svokallaði, sem kveður á um sameiginlegt markaðssvæði Íslands og Færeyja. Þá hefur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lýst áhuga sínum á að opnuð verði sendiskrifstofa Íslands í Færeyjum, sem yrði mikið framfaramál í samskiptum okkar við Færeyinga. Í þessum efnum þurfum við líka að líta í vesturátt til Grænlands og rækta samskiptin við Grænlendinga á sama hátt. Forgangsatriði í þeim efnum ætti að vera að halda uppi góðum og greiðum samgöngum milli landanna, því ef sú hlið mála er í lagi kemur annað oft af sjálfu sér.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun