Píanó Lennons sýnt 2. nóvember 2006 12:15 Bítillinn fyrrverandi var myrtur af brjáluðum aðdáanda í New York árið 1980. Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss. Píanóið er sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Lennon samdi á því lagið Imagine. Michael keypti það fyrir um 220 milljónir króna á uppboði fyrir sex árum. Á sýningunni verða einnig sýndar ljósmyndir sem Don McCullin tók í Afganistan, Víetnam og Beirút. George Michael hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir að hafa reykt kannabis í breskum sjónvarpsþætti. „Ég held geðheilsunni og gleðinni með þessu,“ sagði Michael. Popparinn fór nýverið í sína fyrstu tónleikaferð í rúm fimmtán ár og ferðast hann um Bretland síðar í þessum mánuði. Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss. Píanóið er sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Lennon samdi á því lagið Imagine. Michael keypti það fyrir um 220 milljónir króna á uppboði fyrir sex árum. Á sýningunni verða einnig sýndar ljósmyndir sem Don McCullin tók í Afganistan, Víetnam og Beirút. George Michael hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir að hafa reykt kannabis í breskum sjónvarpsþætti. „Ég held geðheilsunni og gleðinni með þessu,“ sagði Michael. Popparinn fór nýverið í sína fyrstu tónleikaferð í rúm fimmtán ár og ferðast hann um Bretland síðar í þessum mánuði.
Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira