Gagnrýni á mannfórnir 2. nóvember 2006 16:30 Seigla Gibson gaf ekkert eftir við tökur á Apocalypto og notfærði sér nýjustu tökuvélina frá Panavision sem þykir mikið tækniundrun. Hvað hefur Mel Gibson verið að gera undanfarin tvö ár? Leikarinn vingjarnlegi birtist allt í einu á forsíðum blaðanna, draugfullur, öskrandi ókvæðisorðum að gyðingum. Nýjasta mynd hans, Apocylpto, á því vafalítið eftir að vekja töluverða athygli enda hefur Gibson lýst því yfir að hún sé gagnrýni á þær mannfórnir sem vestræn samfélög eru tilbúin að færa fyrir siðmenningu sína. Apocalypto fjallar um ungan mann sem reynir að bjarga sér undan sársaukafullum dauðdaga og hafa kvikmyndaspekúlantar líkt söguþræðinum við blöndu af Mad Max og Leathal Weapon í framandi umhverfi.Myndin er öll leikin á fornri tungu may-veldisins en leikstjórinn sagði í samtali við kvikmyndavefinn Movieweb.com að það hefði ekki reynst honum erfitt. „Enda ekki mikið talað í myndinni," útskýrði Gibson og upplýsti jafnframt að hann hefði farið víða um Suður-Ameríku til að leita að leikurum í myndina.„Það tók mikið á að finna rétta fólkið og fram að síðasta degi vorum við ekki einu sinni komin með kóng," útskýrir Gibson. Leikstjórinn segir að meiðsli og hiti hafi sett stórt strik í reikninginn en í upphafi var gert ráð fyrir að tökur stæðu yfir í fjóra mánuði, þegar yfirlauk höfðu Gibson og hinir 800 aukaleikarar verið að í átta mánuði. Apocalypto verður frumsýnd í Bandaríkjunum 8.desember. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hvað hefur Mel Gibson verið að gera undanfarin tvö ár? Leikarinn vingjarnlegi birtist allt í einu á forsíðum blaðanna, draugfullur, öskrandi ókvæðisorðum að gyðingum. Nýjasta mynd hans, Apocylpto, á því vafalítið eftir að vekja töluverða athygli enda hefur Gibson lýst því yfir að hún sé gagnrýni á þær mannfórnir sem vestræn samfélög eru tilbúin að færa fyrir siðmenningu sína. Apocalypto fjallar um ungan mann sem reynir að bjarga sér undan sársaukafullum dauðdaga og hafa kvikmyndaspekúlantar líkt söguþræðinum við blöndu af Mad Max og Leathal Weapon í framandi umhverfi.Myndin er öll leikin á fornri tungu may-veldisins en leikstjórinn sagði í samtali við kvikmyndavefinn Movieweb.com að það hefði ekki reynst honum erfitt. „Enda ekki mikið talað í myndinni," útskýrði Gibson og upplýsti jafnframt að hann hefði farið víða um Suður-Ameríku til að leita að leikurum í myndina.„Það tók mikið á að finna rétta fólkið og fram að síðasta degi vorum við ekki einu sinni komin með kóng," útskýrir Gibson. Leikstjórinn segir að meiðsli og hiti hafi sett stórt strik í reikninginn en í upphafi var gert ráð fyrir að tökur stæðu yfir í fjóra mánuði, þegar yfirlauk höfðu Gibson og hinir 800 aukaleikarar verið að í átta mánuði. Apocalypto verður frumsýnd í Bandaríkjunum 8.desember.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira