Norrænu samstarfi beitt til að auka samkeppnishæfi 1. nóvember 2006 06:15 Halldór Ásgrímsson segist horfa til þess með tilhlökkun að takast á við starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi. Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þann góða stuðning sem ég hef fengið frá forsætisráðherrunum í þetta starf. Ég horfi til þess með tilhlökkun að takast á við það," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir að ákvörðunin lá fyrir um að hann yrði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Það vill nú svo til að ég sat mitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hér í þessu húsi (danska þinghúsinu) fyrir 30 árum, árið 1976. Ég hef verið á öllum Norðurlandaráðsþingum síðan, nema árið 1980," segir Halldór og undirstrikar þannig að fáir ef nokkrir norrænir stjórnmálamenn búi yfir víðtækari reynslu og þekkingu á norrænu samstarfi. Spurður hvað hann hyggist fyrir í hinu nýja starfi segir Halldór það verða sitt fyrsta verk að hlusta á umræðurnar á Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í gær. „Ég hef alltaf haft mikla trú á norrænu samstarfi. Mér finnst hin pólitíska lína sem ég vænti að komi út úr þessu þingi vera sú að beita norrænu samstarfi af fullum krafti til að auka samkeppnishæfi Norðurlandanna í heild sinni. Ég hef fulla trú á að við getum gert það," segir hann. Halldór vísar hér til eins af aðalumræðuefnunum á dagskrá Norðurlandaráðsþings að þessu sinni, sem er um það hvernig Norðurlöndin geti hámarkað samkeppnishæfi sína í hnattvæddum heimi og jafnframt staðið vörð um hið norræna velferðarkerfi. Spurður um áherslumál sem hann hyggist beita sér fyrir eftir að hann tekur við segir hann ljóst að eitt aðaláhersluatriðið í Norðurlandasamstarfinu sé samstarf við nærliggjandi svæði. „Þetta á náttúrulega sérstaklega við um Eystrasaltslöndin og Rússland. Ég tel að samstarfið við Rússland skipti mjög miklu máli," segir hann, sem og samstarfið við Evrópusambandið. Þá segist Halldór alltaf hafa haft mikinn áhuga á samstarfi um málefni norðurslóða og hann reikni með að taka aftur upp þráðinn þar. „Ég tel að þar liggi tækifæri til að koma á gagnlegu samstarfi milli Norðurlandanna, Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna," segir hann. „Ég reikna með því að fá frekari hugmyndir með því að tala við fólkið sem ég veit að hefur mikla reynslu af þessu starfi," segir Halldór ennfremur. „Ég hef alltaf trúað á að halda áfram þar sem frá var horfið; þetta verður engin bylting. Ég mun vinna á þeim grunni sem áður hefur verið lagður," segir Halldór. Spurður hvort hann vilji koma einhverjum skilaboðum til Finna vegna vonbrigða þeirra með að þeirra maður skyldi lúta í lægra haldi fyrir honum, svarar Halldór því til að hann muni „auðvitað vinna mjög náið með Finnum ekki síður en hinum þjóðunum". Hvort Finnum verði bætt þetta upp með því að Finnar verði ráðnir í aðrar áhrifastöður innan norrænu stjórnsýslunnar segir Halldór ekki sitt að ákveða. Spurður hvort hann telji að það breyti einhverju fyrir Ísland að hann skuli taka við þessari stöðu svarar Halldór því til að hann fari „fyrst og fremst inn í þetta með norræna hugsun". Sem framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar beri hann ábyrgð gagnvart öllum þjóðunum í hinu norræna samstarfi. En það muni þó „að minnsta kosti ekki skaða" íslenska hagmuni í norrænu samstarfi að hafa Íslending í þessu starfi.
Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira