Brian Jonestown Massacre til Íslands 1. nóvember 2006 08:00 Bandaríska sveitin Brian Jonestown Massacre er á leiðinni til Íslands í fyrsta sinn í lok nóvember. MYND/Steinþór Helgi Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. „Anton hefur komið hingað tvisvar. Við ætluðum alltaf að fá þá til að spila og núna hentaði það vel. Þetta verður mjög gott," segir Henrik Björnsson úr Singapore Sling. Tónleikaferð Brian Jonestown Massacre er nýhafin og verða tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Hljómsveitin nýtur mikillar hylli meðal þeirra sem fylgjast með bandarískri jaðartónlist. Fyrir tveimur árum var meðal annars gerð heimildarmynd um Newcombe og söngvara Dandy Warhols sem vakti umtalsverða athygli. Singapore Sling er annars að undirbúa upptökur á EP-plötu sem hugsanlega kemur út fyrir áramót. Sveitin er jafnframt að ganga frá samningi við 8 mm Records í Berlín um að fyrirtækið gefi út næstu plötu hennar, ásamt safnplötu með lögum af fyrstu þremur plötum sveitarinnar. Í tengslum við útgáfuna mun Singapore Sling spila í Berlín í mars á næsta ári. Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis. „Anton hefur komið hingað tvisvar. Við ætluðum alltaf að fá þá til að spila og núna hentaði það vel. Þetta verður mjög gott," segir Henrik Björnsson úr Singapore Sling. Tónleikaferð Brian Jonestown Massacre er nýhafin og verða tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Hljómsveitin nýtur mikillar hylli meðal þeirra sem fylgjast með bandarískri jaðartónlist. Fyrir tveimur árum var meðal annars gerð heimildarmynd um Newcombe og söngvara Dandy Warhols sem vakti umtalsverða athygli. Singapore Sling er annars að undirbúa upptökur á EP-plötu sem hugsanlega kemur út fyrir áramót. Sveitin er jafnframt að ganga frá samningi við 8 mm Records í Berlín um að fyrirtækið gefi út næstu plötu hennar, ásamt safnplötu með lögum af fyrstu þremur plötum sveitarinnar. Í tengslum við útgáfuna mun Singapore Sling spila í Berlín í mars á næsta ári.
Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira