Mýrin rakar inn peningum í miðasölu 31. október 2006 06:00 Baltasar Kormákur á ekki orð yfir því hversu vel Íslendingar hafa tekið Mýrinni. Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum. Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin gæti orðið vinsælasta kvikmyndin sem Íslendingar hafa gert en ekkert lát er á aðsókninni. "Þetta er svakalegt," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrarinnar, en kvikmyndin slær hvert metið af fætur öðru. Alls hafa fjörtíu þúsund Íslendingar séð Erlend og félaga leysa morðgátuna í Norðurmýri á tíu dögum og er Baltasar nánast orðlaus yfir velgengninni. "Ég hefði aldrei farið útí þetta ef ég hefði ekki búist við áhorfi en þetta er framar öllum vonum," útskýrir leikstjórinn. "Aðferðin sem ég beiti í myndinni er svolítið öðruvísi en í bókinni þannig að ég vissi ekki hvort þetta myndi höfða til svona breiðs áhorfendahóps eins og raun ber vitni," bætir Baltasar við. Fjárhagsætlunin fyrir Mýrina hljóðaði uppá 160 milljónir og hefur miðasalan halað inn rúman fjórðung af þeim kostnaði eða 41 milljón. "Þetta lítur því vel út fjárhagslega," segir Baltasar sem er þessa stundina að slappa aðeins af eftir stressið sem fylgir því að frumsýna jafn stóra kvikmynd. Leikstjórinn getur þó varla farið útí búð án þess að fólk komið að máli við hann og þakki honum fyrir myndina. "Ég hef bara aldrei upplifað svona viðbrögð með kvikmynd," segir Baltasar. Mýrin hefur jafnframt verið víðförul, var frumsýnd á Sauðárkróki og verður væntanlega sýnd á Reyðafirði 10.nóvember. "Mig og Mugison langar líka mikið að fara til Ísafjarðar og sýna hana þar en þegar aðsóknin er svona mikil í borginni eru öll eintök í notkun," segir Baltasar og verða því íbúar landsbyggðarinnar að bíða enn um sinn eftir því að berja vinsælustu mynd landsins augum.
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira