Stórhuga Ólafur Jóhannesson í New York 30. október 2006 15:00 Ólafur Jóhannesson býst við að hefja tökur á Stóra planinu í apríl á næsta ári. Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. "Þetta er gamanmynd í Kung fu-stíl og við ætlum að taka hana upp í apríl og maí," bætir Ólafur við en myndin fjallar um Davíð sem er sannfærður um að kínverski náunginn í hausnum á honum muni aðstoða hann við að uppfylla örlög sín. Valinn maður er í hverju rúmi en með aðalhlutverkið fer Pétur Jóhann Sigfússon auk þess sem Eggert Þorleifsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru í stórum hlutverkum. Heimildarmynd Ólafs, Act Normal, fékk nýverið mjög góða dóma í Variety sem jafnan er talin vera biblía kvikmyndagerðarfólksins. "Auðvitað er alltaf jákvætt að fá svona góð viðbrögð í Variety og þetta á eftir að hjálpa dreifingu myndarinnar mikið. Nokkur stór bandarísk dreifingarfyrirtæki eru inni í myndinni en við erum bara pollrólegir enda viðkvæmur bransi," útskýrir Ólafur sem vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka við gerð Queen Raquela, leikinnar myndar um samnefndan stelpustrák sem heldur á vit ævintýranna í leit að ástinni í lífi sínu með hjálp internetmelludólgs og íslensk stelpustráks. "Myndin er byggð á sannsögulegum persónum og margir þeirra leikara sem koma fyrir eru að leika sjálfan sig," segir leikstjórinn og reiknar með því að myndin rati á hvíta tjaldið um mitt næsta ár. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gengið hefur verið frá fjármögnun á kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, sem byggð verður á sögu Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. "Við erum búnir að liggja yfir handritinu í fimm ár og nú er loksins komið að stóru stundinni," segir Ólafur spenntur en leikstjórinn var staddur í New York þegar Fréttablaðið hafði upp á honum. "Þetta er gamanmynd í Kung fu-stíl og við ætlum að taka hana upp í apríl og maí," bætir Ólafur við en myndin fjallar um Davíð sem er sannfærður um að kínverski náunginn í hausnum á honum muni aðstoða hann við að uppfylla örlög sín. Valinn maður er í hverju rúmi en með aðalhlutverkið fer Pétur Jóhann Sigfússon auk þess sem Eggert Þorleifsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru í stórum hlutverkum. Heimildarmynd Ólafs, Act Normal, fékk nýverið mjög góða dóma í Variety sem jafnan er talin vera biblía kvikmyndagerðarfólksins. "Auðvitað er alltaf jákvætt að fá svona góð viðbrögð í Variety og þetta á eftir að hjálpa dreifingu myndarinnar mikið. Nokkur stór bandarísk dreifingarfyrirtæki eru inni í myndinni en við erum bara pollrólegir enda viðkvæmur bransi," útskýrir Ólafur sem vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka við gerð Queen Raquela, leikinnar myndar um samnefndan stelpustrák sem heldur á vit ævintýranna í leit að ástinni í lífi sínu með hjálp internetmelludólgs og íslensk stelpustráks. "Myndin er byggð á sannsögulegum persónum og margir þeirra leikara sem koma fyrir eru að leika sjálfan sig," segir leikstjórinn og reiknar með því að myndin rati á hvíta tjaldið um mitt næsta ár.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira