Pólitísk tíðindi 30. október 2006 00:01 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er eðli máls samkvæmt með stærri pólitískum viðburðum í landinu. Í úrslitunum að þessu sinni felast á marga lund umtalsverð pólitísk tíðindi. Kosning flokksformannsins, Geirs Haarde forsætisráðherra, sætir að vísu ekki tíðindum með því að enginn atti við hann kapp. Á hinn bóginn getur yfirburða kjör hans ekki verið tákn um annað en mikinn pólitískan styrk og óskorað traust innan flokksins. Prófkjörið snerist hins vegar fyrst og fremst um uppgjör milli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Báðir kepptu um forystusætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Ef einvörðungu er litið til stöðu Björns Bjarnasonar hefði fyrirfram mátt ætla að þessi kosning yrði auðveldur leikur fyrir hann. Það kom hins vegar á óvart að prófkjörsbaráttan benti til að um nokkuð jafnan leik væri að ræða. Stóru pólitísku tíðindin eru á hinn bóginn þau að Guðlaugur Þór vinnur með mjög afgerandi hætti. Sennilega felst í þessum úrslitum, að einhverju leyti að minnsta kosti, afstaða flokksmanna til nýs tíma og liðins. En framhjá hinu verður ekki litið að öðrum þræði var verið að kjósa um stöðu yngri manna í keppni þeirra um að komast upp að varaformanninum í eins konar krónprinsstöðu. Þó að ekki hafi verið um beina innbyrðis keppni yngri manna að ræða er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi með þessum árangri náð ákveðnu forskoti að þessu leyti. Þar geta þó fleiri þættir vegið þungt eftir því sem tíminn líður fram. Í því sambandi á til að mynda eftir að koma í ljós hver styrkur Bjarna Benediktssonar verður í prófkjöri í kjördæmi hans. Hann hefur vakið athygli fyrir skarpa dómgreind og sjálfstæði í vandasömum trúnaðarstörfum. Illugi Gunnarsson gæti einnig komið inn í þessa mynd eftir afar sterka innkomu í þessu prófkjöri. En annar aðalsigurvegari þessa prófkjörs er án vafa Guðfinna Bjarnadóttir rektor. Hvernig sem á mál er litið er kjör hennar mjög glæsilegt. Hún er pólitískur nýliði sem getið hefur sér gott orð sem háskólastjórnandi. Það er ótrúlegur árangur að ná fjórða sæti og þriðja mesta heildaratkvæðafjölda. Árangur kvenna í heild er heldur slakur í þessu prófkjöri. En upp á móti þeirri stöðu vegur talsvert að kona skuli með svo afgerandi hætti koma inn sem sigurvegari og annar tveggja nýliða á meðal rótgróinna þingmanna. Í ljósi þeirra nýju viðhorfa sem formaður flokksins er um margt tákn fyrir er ekki ósennilegt að Guðfinna Bjarnadóttir gæti orðið þriðji kostur við val ráðherraefna úr Reykjavíkurkjördæmunum verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórnaraðstöðu eftir kosningar. Sérstaka athygli vekur að nýliðarnir tveir, Guðfinna Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson, voru hvort með sínum hætti fulltrúar nýrrar umræðu um menntamál. Guðfinna með störfum sínum og Illugi með skrifum og ræðum. Fyrir þær sakir verður ekki af þessum úrslitum dregin önnur ályktun en sú að kjósendur geri í vaxandi mæli kröfur til stjórnmálamanna um skýra stefnu í menntamálum. Það getur ekki verið tilviljun ein að þeir frambjóðendur sem helst svöruðu því kalli skyldu ná góðum árangri. Ef til vill eru það bestu pólitísku tíðindi prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er eðli máls samkvæmt með stærri pólitískum viðburðum í landinu. Í úrslitunum að þessu sinni felast á marga lund umtalsverð pólitísk tíðindi. Kosning flokksformannsins, Geirs Haarde forsætisráðherra, sætir að vísu ekki tíðindum með því að enginn atti við hann kapp. Á hinn bóginn getur yfirburða kjör hans ekki verið tákn um annað en mikinn pólitískan styrk og óskorað traust innan flokksins. Prófkjörið snerist hins vegar fyrst og fremst um uppgjör milli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Báðir kepptu um forystusætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Ef einvörðungu er litið til stöðu Björns Bjarnasonar hefði fyrirfram mátt ætla að þessi kosning yrði auðveldur leikur fyrir hann. Það kom hins vegar á óvart að prófkjörsbaráttan benti til að um nokkuð jafnan leik væri að ræða. Stóru pólitísku tíðindin eru á hinn bóginn þau að Guðlaugur Þór vinnur með mjög afgerandi hætti. Sennilega felst í þessum úrslitum, að einhverju leyti að minnsta kosti, afstaða flokksmanna til nýs tíma og liðins. En framhjá hinu verður ekki litið að öðrum þræði var verið að kjósa um stöðu yngri manna í keppni þeirra um að komast upp að varaformanninum í eins konar krónprinsstöðu. Þó að ekki hafi verið um beina innbyrðis keppni yngri manna að ræða er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi með þessum árangri náð ákveðnu forskoti að þessu leyti. Þar geta þó fleiri þættir vegið þungt eftir því sem tíminn líður fram. Í því sambandi á til að mynda eftir að koma í ljós hver styrkur Bjarna Benediktssonar verður í prófkjöri í kjördæmi hans. Hann hefur vakið athygli fyrir skarpa dómgreind og sjálfstæði í vandasömum trúnaðarstörfum. Illugi Gunnarsson gæti einnig komið inn í þessa mynd eftir afar sterka innkomu í þessu prófkjöri. En annar aðalsigurvegari þessa prófkjörs er án vafa Guðfinna Bjarnadóttir rektor. Hvernig sem á mál er litið er kjör hennar mjög glæsilegt. Hún er pólitískur nýliði sem getið hefur sér gott orð sem háskólastjórnandi. Það er ótrúlegur árangur að ná fjórða sæti og þriðja mesta heildaratkvæðafjölda. Árangur kvenna í heild er heldur slakur í þessu prófkjöri. En upp á móti þeirri stöðu vegur talsvert að kona skuli með svo afgerandi hætti koma inn sem sigurvegari og annar tveggja nýliða á meðal rótgróinna þingmanna. Í ljósi þeirra nýju viðhorfa sem formaður flokksins er um margt tákn fyrir er ekki ósennilegt að Guðfinna Bjarnadóttir gæti orðið þriðji kostur við val ráðherraefna úr Reykjavíkurkjördæmunum verði Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórnaraðstöðu eftir kosningar. Sérstaka athygli vekur að nýliðarnir tveir, Guðfinna Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson, voru hvort með sínum hætti fulltrúar nýrrar umræðu um menntamál. Guðfinna með störfum sínum og Illugi með skrifum og ræðum. Fyrir þær sakir verður ekki af þessum úrslitum dregin önnur ályktun en sú að kjósendur geri í vaxandi mæli kröfur til stjórnmálamanna um skýra stefnu í menntamálum. Það getur ekki verið tilviljun ein að þeir frambjóðendur sem helst svöruðu því kalli skyldu ná góðum árangri. Ef til vill eru það bestu pólitísku tíðindi prófkjörsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun