Líkfundarmálið í bíó 23. október 2006 15:30 Ari Alexander gerir sjónvarpsþátt um fíkniefnaheiminn frá öðru sjónarhorni og undibýr kvikmynd sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða í Neskaupstað. Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“ Menning Líkfundarmálið Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi. Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“
Menning Líkfundarmálið Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira