Börn of lengi í skólanum 23. október 2006 07:00 Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra. Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra.
Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira